Færsluflokkur: Bækur

Vikan og þakkir

Nú er ein enn vikan flogin hjá.

Við Magni skreittum aðeins á mánudaginn, Jorrit til mikillar skelfingar... Ég fullvissaði manninn um að ég myndi ekki setja jólaskraut í hjónaherbergið og þá róaðist hann nokkuð.

Við fórum á "bókamarkað" á miðvikudagskvöldið á vegum skólans í Barnes and Noble. Það var ágætt. Magni græddi eina Capt. Underpants bók, á nú allar bækurnar annað hvort á ensku og íslensku. Ég hef nú eina enn ástæðuna til að labba þessar 2 mílur í Pembroke Lakes Mall. Cool

Einn froskurinn slapp á undarlegan hátt í gær, eða fyrradag. Þegar bara 2 mættu í daglega mataraæðið í gærkvöldi var það greinilegt að það voru 2 froskar í búrinu. Enginn eðlilegur grár trjáfroskur sefur af sér hrúgu af iðandi og skoppandi krybbum í nágrenni sínu. Fram að því hefði einn getað verið óvenju góður í að fela sig þennan daginn.

En ein og svo oft áður sveik eðlið flóttafroskinn því að þegar Jorrit kom heim í gærkvöldi fannst skopparinn við Krybbubúrið. Hann var afskaplega pirraður og svangur. Horfði þarna á óteljandi (fyrir frosk, í raun svona 5-10) feitar og lokkandi krybbur alveg við nefið á sér. En þær voru í einhverskonar orkusviði því að í hvert skipti sem hann hafði miðað fullkomlega á eina hitti hann á einhvern vegg eða fyrirstöðu í miðju stökki. Ömurlega pirrandi.

Það var áfall að lesa það í morgun að Rúnar Júl hefði látist.

Ég held að minningin um þegar hann, með fullþingis konunnar sinnar, söng fyrir mig í gæsuninni minn, sé ein af þeim mögnuðustu sem ég á. Þau voru svo æðislegt þarna hjónin og sungu "Þú ein" svo afskaplega vel saman.

Ég þakka bara fyrir mig og sendi samúðarstrauma til Maríu og fjölskyldu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband