Færsluflokkur: Matur og drykkur

Oh, við erum svo náttúruleg núna...

Við fórum í búðarferð á laugadaginn. Að þessu sinni var það ekki Wal-Mart sem varð fyrir valinu heldur kringla sem heitir Sawgrass Mills Mall og svo prófuðum við Whole Foods Market.

Sawgrass Mills Mall er þvílíkt bákn. Greinilega sérhönnuð fyrir túrhesta, sérstaklega evrópska. Þar var td söluvagn sem hét "Taste of Europe" og þar var hægt að fá Kinderegg, og Rittersport súkkulaði, og Malterses. Oh hvað það var erfitt að ganga þar framhjá. En það var samt enginn lakkrís þarna eða sterkir molar, hrf.

Svo fórum við og gerðum vikuinnkaupin í Whole Foods sem ku vera nr 1 í lífrænt ræktuðum vörum hér á landi.  Eiginlega er búðin andhverfa Wal-Mart (fyrir utan að vera keðjuverslun, auðvitað). Þar má fá furðuvörur eins og vanillustangir, rúgmjöl og múslí. En hins vegar fundum við ekki frosna hamborgara eða hamborgarabrauð. En það var hægt að fá ýmiskonar "meat patties" í kjötborðinu. Hver della (pattie) var örugglega 500 gr.

Magni vildi nú ekki viðurkenna eftir á að hann hafi haft gaman af ferðinni í WF en á meðan við vorum þar leið mér smá eins og ég væri með mun yngri Magna Stein með í för. Það var nefnilega nánast ómögulegt fyrir hann að láta vörurnar í friði. Þurfti að snerta á öllu sem fyrir varð. Skoða og spá. Ég ljái honum það varla, vörurnar voru mun girnilegri en í W-M. En reikningurinn fyrir þær var líka eftir því.

Við Jorrit vorum sammála um að næst verði farið í þessa búð fyrir jólin.

Núna eigum við sem sagt lífrænt hveit, lífrænan púðursykur, lífræna mjólk og þannig fram eftir götunum. Það verðu nú að viðurkennast að hingað til hafa þessar vörur reynst agalega góðar.

Og svo er þetta allt merkt Fair Trade, sem lætur manni líða svo vel á innan. Ef ég væri rík myndi ég versla alltaf þarna. Eða amk ekki svona blönk.

Í dag og gær hreinsaði Jorrit upp úr Froskabúrinu og endurinnréttaði, froskunum til lítillar ánægju. Nú er komið þykkara undirlag fyrir plönturnar og mosi í staðinn fyrir kurlið sem var. Það á að vera hollara fyrir froska sem kunna ekki sitt magamál og eiga það til að gleypa pöddurnar sem og annað í kringum þær. Korkurinn og fossinn var tekið niður. Helmingurinn af korkinum var komið fyrir á einni skammhlið búrsins. Vatnsdælan sem var fyrir fossinn áður er núna stungið upp í hálfa kókushnetuskel og dælir vatni upp úr henni.

Okkur finnst þetta allt voða sætt en mér sýnist að froskarnir séu ekki á sama máli. Þeir vilja held ég fá fleiri felustaði upp undir rjáfri fyrir fegurðarblundinn sinn. Það er verið að vinna í þeim málum. Svo gæti verið að froskar lifi mun flóknara vitsmunalífi en virðist vera í fyrstu. Kannski eru þeir bara agalega vanafastir og þola ekki svona vesen. Þeir tróðu sér alla vega hið snarasta upp í horn og bak við korkinn. Núna er búið að smala þeim sem fóru bak við korkinn fram og laga svo þeir komast ekki til baka. Þá er bara hangið í einum hnapp upp í horni. Ég vona að þeir jafni sig. Ég tók nokkrar myndir af lystaverkinu en á eftir að hlaða þeim inn. Kannski geri ég það á morgun.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband