Þvílík synd!

Það er nú reyndar alltaf synd þegar fólk verður fyrir þessum hræðilega sjúkdómi en fréttin er samt algjört áfall.Crying

Tilhugsunin um að þessi frábæri rithöfundur skuli vera að missa sjálfan sig smá saman er alveg hræðileg. Hvaða annar rithöfundur hefur afrekað að semja tugir bóka án þess að missa neistann? Því að nýjasta bókin frá manninum, þeas sú sem ég hef lesið, er alveg jafn fersk og sú fyrsta. Pólítískari en jafn fersk.

Terry Pratchett er minn aluppáhaldshöfundur og hefur verið það í allmörg ár. Ég mæli ekki með að fólk byrji að lesa bækur eftir hann því þær eru ávanabindandi og breyta sýn lesandans á lífið og tilveruna óafturkræft. Til dæmis eiga áhangendur hans til með að bresta í tilvitnanir úr sögunum í tíma og ótíma. Og eyða hellings pening í kiljur á Amazon.Whistling

Samt merkilega Pratchett-ískt að fá svona skrítið Alzheimers frekar en bara venjulegt.


mbl.is Terry Pratchett með Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að vitna í hann fyrir svona hálftíma síðan! Mér finnst þetta hræðilegt!

Valdís (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:43

2 identicon

Ég er alltaf að vitna í hann, ég mæli samt með því að fólk lesi bækurnar hans svo að það eigi einhvern séns á að skilja mig þegar ég tala. Það er nefnilega svoldið leiðingjarnt að þurfa endalaust að útskýra eitthvað smákomment sem maður hefur komið með.

Edda Rós (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband