Alltaf gaman af þessu

Jæja, alltaf erum við nú heppin, fjölskyldan!

Fyrir svona 1 eða 2 vikum tók ég eftir að það var einhver bleyta í samskeitunum á sökklinum undir eldhúsvaskinum. Þegar við fórum að skoða kom í ljós að bleytan stafaði frá hitakút íbúðarinnar sem er "haganlega" staðsettur þar í horninu.

Við hringdum auðvitað í eigandann sem stundi smá og sagðist svo sem ekkert vera voða undrandi því að hitakúturinn væri "original". Hitakútar endast víst ekki endalaust frekar en annað.

En alla vega kom núna áðan svona matsmaður frá tryggingafélaginu. Tók fullt af myndum og renndi rakamæli fram og aftur á gólfinu. Hann sagði að líklegast þurfi að taka niður innréttinguna og skipta um parkett í eldhúsinu. Vúhú!! Og mér sem líkaði svo fínt við þetta eldhús!

 Það hjálpar nú ekki að þegar eldhúsið var innréttað var fyrst sett parkett á allt og svo síðan innréttingin ofan á. Líklega var það einhver skipulags snillingur sem datt það í hug að nota hornið inn af pottaskápnum og vaskskápnum til að hýsa hitakútinn. Sniðugt í raun, þangað til að það þarf að drösla kútnum á burt. Því það þarf að rífa eldhúsið til þess.

Annað sem er að frétta er það að seinasta laugardag tókst mér næstum að bæta mannakjöti (eða amk mannblóði) við sem áleggi á hina vikulegu pitsu.

Var að rífa stórt stykki af osti í hengla þegar það rann til í einni niðusveiflunni. Stundum er gott að eiga nýtt rifjárn, stundum ekki. Á meðan ég horfði undrandi á þessa nýju línu á þumlinum á mér ákvað skrokkurinn að eitthvað hræðilegt hafi skeð og nú væri best að finna sem lægstan þyngdarpunkt. Ég rétt náði að grípa með mér tissjú í fallinu. Svo lá ég bara og lét Jorrit um að taka brauðstangirnar úr ofninum og búa um sárið. 

Ég held að ég hafi misst svona hálfa teskeið af blóði, svo agalegt var svöðusárið.

Vandræðalegt...

Annars erum við hress.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.husogheilsa.is/index_files/Page430.htm

Helga (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 12:59

2 identicon

hehe það er gott að hafa stórann og sterkann karlmann til að hjálpa sér þegar maður verður fyrir svona slysi.

Annars minnir þetta mig á það þegar ég skar sneið af þumlinum á mér með ostaskera (og fann ekkert til) og aumingja Ragna litla (þá kannski 4-6 ára) fékk tilfelli, grenjaði og mig minnir að hún hafi hreinlega farið og ælt. Þá blæddi svolítið.

En ég vona að þér og eldhúsinu heilsist hratt :-)

Edda Rós (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:38

3 identicon

Sko, ég hugsa ALLTAF um Eddu systur mína þegar ég nota ostaskera (ég skar næstum af þumlinum bara í fyrradag), gerðist þetta ekki líka tvisvar?? Mér finnst það endilega. Og mér líður alltaf hálf illa að nota rifjárn, alveg viss um að ég sé að fara bæta við smá nögl, ef ekki kjöti, við ostinn...

Ragna (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:45

4 identicon

Hálfa teskeið, frekar yfirdrifið. Það sem ég sá í tisjúið var varla 4 dropar. Ég var, og er, að velta fyrir mig hverskonar þétt lokaði kerfi Elva er með að þrystinginn fellur svona mikið bara með að missa 2 dropar af blóði.

@ Edda Rós: það var engin þörf fyrir að vera stór og sterk, brauðstangir eru ekki svó þungir, og parketið var nógu sleift til að draga hreyfingalausu makan minn í burtu. Bara svo við Magna fengið að borda áður enn brauðstangarnir urðu of þurrir.

@ Edda og Ragna: er kanski erfðarvandamál með að skemma sig í ostaraðgerðir? Er fyrir ykkur systurnar að búðir selja rifinn ostur?

Jorrit (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 16:50

5 identicon

Hahaha já kannski er þetta erfðavandamál, spurning um að setja íslenska erfðagreiningu í málið :-)

Annars þá kaupi ég ost alltaf í sneiðum núna, bæði þá er það ekkert dýrara og einnig er svo vond lykt af flestum ósneyddum ostum hérna í dk.

Ég er líka nánast hætt að nota rifjárn eftir að ég eignaðist matvinnsluvél - ég mæli með því að Elva eignist alvöru svoleiðis græju :-)

Edda Rós (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband