Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Kannski maður ætti að setja...

...upp viðvaranir við Leirhnjúk næsta sumar?

Það gengur náttúrulega ekki að fólk reiti guðina til reiði Whistling


mbl.is Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar í jólum

Núna er maður búinn að borða svoleiðis yfir sig að það liggur við að maður þurfi að fara á slysó.

Úff Sick

Það er sko tekin stefnan á íþróttamiðstöð Reykjahlíðar eftir hátíðarnar. Það gengur örugglega ekki að ætla sér að rúlla um göngustígana næsta sumar!_MG_7925

Ég, Valdís og Tryggvi höfðum það þó af að ganga upp að Kellingunum í gær. Mikið afrek! Við sáum helling af glitskýjum á leiðinni og sveitin leit bara almennt geðslega út í ljósaskiptunum. Myndin hérna tók pabbi heima í garði á meðan við vorum í labbitúrnum.

Þar sem hjarnið er harðara en parkettið hérna inni var ekki þörf fyrir geiturnar (legghlífar; slanguryrði sem ég lærði af Bergþóru um daginn) sem ég fékk í jólagjöf og mér fannst óþarfi að blanda Britney S saman við lyngilminn. Ég þarf að þvo peysuna sem ég fékk en annars hefði hún komið sér vel í kuldanum.

Við skelltum svo saman í spil í gær. Loksins, loksins fékk ég að leika bara eina persónu í einu!!

Ég ákvað að vera hún Silaqui Nailo, sun elf frá Silverymoon. Silaqui langar til að verða bladesinger því það er svo töff að geta kastað göldrum um leið og hún ber á óvinum álfa með sverðinu sínu. En þó hún sé alveg rosalega góð að beita sverðinu og alveg þokkaleg að galdra þá vantar eitthvað ennþá!

Oh, hvað það var gaman að rúlla teningum bara fyrir mann sjálfan og að sjá annað fólk engjast yfir því að muna hver ætti að gera næst og að vondukallarnir séu óþarflega heppnir Devil


Gleðileg jól!!

Já, nú er komið að þeim, einu sinni enn!!

Það var pínu skrítið að kíkja á hitamælinn áðan. Tæplega 10 stiga hiti á 24. des er ekki alveg eftir uppskriftinni.

Jólafílingurinn komst loks á fullt sving í gær. Við systurnar (mínus Edda) týndumst ásamt viðhengjum í Teiginn seinnipartinn í gær. Þar tók við jólaþrif sem setur mann alltaf í gírinn. Svo fórum við Valdís í hina hefðbundnu þorláksmessu-reddingar-ferð út á Húsó kl hálf tíu í gær. Það var fullt af fólki á röltinu og góður andi í bænum. Við ákváðum að gerast ævintýragjarnar og fórum inn í Skuld og fengum okkur latte. Það var nú aldeilis punkturinn yfir I-ið. Algerlega frábært latte í glasi (svolítið annað en gutlið sem ég fékk nokkrum metrum norðar um daginn) og jólatónlist við kamínueld. Kannski aðeins of mikill reykur þó.

Nú stendur aðeins til að prófa nýju sturtuna. Það er reyndar ekki "organ-interlock" takki í henni en nánast þó Joyful

Svo gleðileg jól!!

Grin


Nýjir fjölskyldumeðlimir

Það varð gríðarleg fjölgun í fjölskyldunni okkar Magna í gær.

Þá komu gaukarnir tveir sem hafa verið á leiðinni norður síðan í sumar. Aumingja greyin þurftu að láta sig hafa jeppaferð inn á Akureyri þann 20., í roki og allt. Svo þegar þeir héldu að allt væri komið í samt lag var þeim dröslað aftur út í bíl og keyrðir, líka í roki, upp í Mývó. Þeir eru nú byrjaðir að rífa sig á fullu svo ég held að þeim hafi ekki orðið meint af ferðalaginu.

Ég var svo andstyggileg að taka mynd af þeim, sem þeim fannst nýmislegt 014ú alger óþarfi.

 Við Magni þurfum bara að hringja í Eddu frænku og fá upp nöfnin á þeim því við munum þau ekki.


Áhrýnisorð?

Seinasta laugadag, svona um 2 leitið, sat ég upp á matarborðinu heima í Teignum (óvani síðan á æskuárum sem hefur ekki ennþá elst af mér) og horfði út um gluggann. Það var 7 stiga frost og þykkur snjór yfir öllu. Einhvern vegin komust hvít jól í umræðuna hjá okkur mæðgum og ég sagði að það þyrfti þvílíka hláku til þess að það yrði ekki hvít jól hérna fyrir norðan.

Haha, sénsinn!

Ja, sénsinn?

Seinustu daga hefur verið þvílík hláka að það horfir bara til vandræða! Heilu bæjirnir hafa skolast á burt og þegar ég gekk niður í Mývatnsstofu áðan var það eins og það var seinasta haust. 10 stiga hiti eða svona næstum því og nánast logn. Ef væri ekki fyrir jólaljósin og einstaka skafl sem þrjóskast enn við þá gæti verið vor.

Ég held að ég hætti að tjá mig um hvít jól. Amk án þess að skoða spána fyrst!


Jólageðveiki!!!!!

Fór á Eyrina í gær. Sannaði ást mína á systrum mínum svo það verður ekki um villst! Þessi ferð verður sko notuð sem dæmi um hana ef einhver efast í framtíðinni!

Það skall á asahláka í gærdag þannig að glæra-hálka varð úr. Svo kom rok... stundum þvert yfir veginn. Í þessum aðstæðum fór ég með eina afkomanda minn inn á Akureyri í gær!!

Bilun?

Já alveg örugglega. Mér til varnar var það að þegar ég lagði af stað var ekki rok.

Þegar út á Eyrina var komið þeyttumst við systurnar búð úr búð og redduðum alveg ótrúlega mörgum jólagjöfum. Magni var frekar sáttur. Hann fékk að vera endalaust lengi í Dótabúðinni á meðan ég og Edda fórum með Rögnu eða Valdísi til að velja gjöf handa hinni.

Svo tók við nett stressandi heimferð. Rokið var samt við sig en hálkan var heldur á undanhaldi. Þannig var ég ekki nema svona 1 1/2 tíma á leið heim í staðinn fyrir 2 tíma að heiman.

Á leiðinni heim sáu náttúruöflin fyrir þeirri mögnuðustu ljósasýningu sem ég hef barasta séð! Amk hef ég ekki áður séð norðurljósin lýsa upp umhverfið eins og þau gerðu í gærkvöldi. Himininn logaði! á tímabili var einskonar hringiðu-munstur rétt norðan við hvirfilpunktinn. Og litirnir!

Ég hélt nefnlega lengi að bleik, blá og rauð norðurljós væru bara fyrirbæri sem væru til í sögum sem sagt væri útlendingum af Two-flower gerðinni. En ég get núna staðfest að það er ekki rétt!

Ég mæli samt ekki með því að reyna að keyra við þessar aðstæður Sideways

 


Bernskunnar jól

Ég fór á Túpilakkana í Skjólbrekku í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á heila tónleika með þeim en ég hafði orðið svo fræg að sjá til þeirra á mærudögum í sumar.

Þau voru bara algerlega frábær! Svo einfalt var það!


Seinasta helgi fyrir jól

Nú er maður staddur enn og aftur í Hrísateignum.

Það stendur til að baka laufabrauð og hugsanlega einhverjar jólasmákökur.

Þar sem ég er bara 2. kynslóðar innflytjandi í Þingeyjarsýslum þá erum við ekki með eins háttþróaðar hefðir í laufabrauðsbakstri og margir innfæddir. Við gerum laufabrauðið til þess að borða það, ekki til þess að horfa á það. Þess vegna er hámark útskurðarlistarinnar hér á bæ að gera upphafstafina okkar á kökurnar með laufabrauðshjólinu og bretta uppá. Þetta er gert við svona 10 kökur, hinar 50 eru bara steiktar óbrettar. Ég veit að þetta er hjóm eitt við alvarlega laufabrauðgerð.

Svo stendur til að baka klassískar smákökur eins og loftkökur ( aka þingeyinga, aka mývetninga), Hvesperstikk, kornflekskökur og sörur Happy


Kúrt-heima-dagur

Magni var bara hress í morgun þegar hann vaknaði. Enginn hiti eða neitt. En það breytti því ekki að hann varð að vera heima í dag og þar af leiðandi ég.

Þetta var rólegur dagur. Þegar búðin opnaði fór ég og verslaði bökunarvörur og skellti svo í 2 sortir af jólasmákökum, piparkökum og bóndakökum. Ég er ekki frá því að ég hafi fundið fyrir örlitlu jólaskapi við þessar aðgerðir. En ekki nægu til þess að setja upp skraut eða hugsa uppbyggjandi um jólagjafir.

Þar sem ég er búin að kúra svo mikið í dag sé ég varla fram á að sofna á eðlilegum tíma í kvöld. Það má þó alltaf reyna.


Magni veiki

Magni var eitthvað þreytulegur í dag og þegar ég kom heim lá barnið í sófanum og tilkynnti mér að hann væri voða þreyttur og hefði sofnað áðan.

Ekki alveg eðlileg hegðun hjá drengnum svo ég rauk með hendina á ennið á honum og viti menn! Alveg glóandi!

Svo það verður legið heima í veikindum á morgun. Vonandi verða þau nú skammvinn. Frown


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband