Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Legó afmæli

Magni Steinn, aka Steini stuð, aka Knúsukallinn hennar mömmu sinnar (en bara þegar enginn heyrir til),  en alls ALLS EKKI aka dillibossi! á afmæli í dag.

Hann er þegar búinn að taka upp gjafir frá; pabba sínum (Lego Star Wars Star Destroyer) (eða réttara sagt velja hana), Lijdu (mömmu hans Jorrit) (Lego Technic vinnuvél), Mömmu sinni og Jorrit (Lego Mars Mission geimflaug og geimjeppi) og fólkinu á hanabjálkanum (Eddu, Dodda og Hrafnkeli) (Lego Racers stökkbrú + 4 bílar).

Ákveðið þema virðist vera í gangi þetta árið. Enda borgar sig greinilega að auglýsa og fara í engar grafgötur um hvað mann langar í!

Það er líka gott að eiga góða vini því Viktor vinur hefur aðstoðað við samsetningu. Bara að setja saman Stjörnustríðs geimskipið tók 6 daga vinnu (eftir skóla og um helgina).

014Hér má sjá þá félaga að störfum. Magni reyndar upptekinn í símanum sem sýnir bara að snemma beygist krókurinn. Það er nefnilega hringt í mann frá 3 löndum og 2 heimsálfum á svona merkisdegi og það tekur tíma að sinna því! Tounge


30 dagar

Ójá hvað tíminn líður hratt...

Kaupmannahöfn

Núna er kona komin heim og meira að segja búin að taka upp úr töskunum!

Við Magni brugðum okkur rétt aðeins til Kaupmannahafnar í seinustu viku og komum svo aftur í gærkvöldi.

Þetta var svona skotferð, ekki mikið legið í leti en margt afrekað.

Við fórum td bæði í Tivólí og dýragarðinn.

Skemmtilegast í Tívólíinu var víst þegar drekinn hnerraði á Magna og Eddu.

Flottasta dýrið í dýragarðinum var förustafurinn (stick insect) og tarantúlan sem tveir starfsmenn voru að sýna börnum í einu gróðurhúsana.

Eða það fannst Magna.

Mér fannst merkilegast að sjá umskifti simpansana og lætin í flóðhestunum.

Svo var verslað. En ólíkt öðrum verslunarferðum okkar mæðgina þá fór mesti tíminn í að skoða dótabúðir. Þannig er að nú líður að afmæli og jólum svo að auðvitað er gráupplagt að byrgja sig upp af pinklum. Þvílíkt sem barnið græddi á ferðinni!

Við fengum gott að borða og æfðum okkur í dönsku og hrafnkelsku.

Þegar til Íslands var komið fengum við óvænt far í höfuðstaðinn með Gísla og Áslaugu en hún var að koma frá París. Svo hittum við pabba hans Magna og fóru þeir í enn eina dótabúðina og versluðu afmælisgjöf fyrir Magna.

Eftir að smá pitsuát var okkur skutlað á völlinn en þar hittum við XXX manninn og afhentum honum XXX gjöf í afskaplega frumlegum og umfram allt ekta umbúðum.

 


Úhúhú

Ég er byrjuð að hlakka til og allt!

Núna á eftir mun ég hitta nýju gleraugun mín og svo á morgun mun ég og Magni leggja land undir væng.

Núna er bara vandinn að einbeita sér að brauðstritinu. Svolítið snúið þegar maður er komin með hugann í H&M eða dýragarðinn Cool


Ný sýn

Brunaði á Eyrina í dag. Tvennt var á dagskránni; Sitja fjarfund þar sem tilkynnt væri ný og betri UST (eða það skulum við vona) og, þar sem ég þurfti að fara á fundinn, að fara og láta mæla sjónina.

Fundurinn var snöggur og má líklegast nálgast kynna sér innhald hans á vef Stofnuninnar á morgun svo ég ætla ekki að ræða meir um hann.

Nema að það var gaman að virða fyrir sér norðaustur stöðvar UST og ég verð að viðurkenna að ég renndi öfundaraugum til aðstöðunnar.characters3

Sjónmælingin leiddi í ljós að það sem ég viss nú alveg; ég sé svona svipað og snoðrotta í hádegissól. Tölurnar sem komu út úr mælingunni hefðu alveg getað verið hita (kulda) tölur á tærum og fallegum janúardegi hér í sveit. Eða svona nánast.

Ég gerðist líka svo djörf að panta mér gleraugu og linsur. Þar sem ég er svo sérstök (blind og rangeygð) þá fæ ég linsur á sama tíma og gleraugun (svona u.þ.b.) eða eftir um 2 vikur. Ég man nú þá gömlu góðu daga þegar svona nokkuð tók 4-6 vikur svo þetta er barasta xpress.

Sem sagt merkilegur dagur í meira lagi.

Ps. NWN2 gengur eins og smurður í Blánni. Gellan mín hún Yasmin Salander (nafngift: Magni Steinn), Aasimar paladín er núna komin á 2 level (sem gerir í raun 3 level með +1 lev. adj) og er ægileg hetja! Árans vesen er þetta með vinnuna, barnið, kærastan og svefn Whistling


Föstudagur

Núna hefur hlýnað til muna og engin snjókoma, bara slabb.

En veðrið er samt indæltCool

Ég vona bara að það bráðni nægilega af vegunum svo að Pony geti skautað með okkur mæðginin á Eyrina á morgun eða hinn.

Það sem má teljast óvenjulegt með þessa viku er að núna, þegar það er föstudagur og allt ,er heimilið mitt ekki í rúst. Eldhúsið bara nokkuð snyrtilegt og engir fjallháir staflar af DVD á stofuborðinu.

Það var allavega þannig þegar ég fór út í morgun. Vonandi hefur drengurinn ekki misst sig í bakstur eða eitthvað, svona í tilefni þess að ég var að nefna þetta FootinMouth


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband