Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Veðurteppt í Borg Bleytunnar

Jebb og þarf eitthvað segja meira um það?

Bara brilljant!!


Þvílík synd!

Það er nú reyndar alltaf synd þegar fólk verður fyrir þessum hræðilega sjúkdómi en fréttin er samt algjört áfall.Crying

Tilhugsunin um að þessi frábæri rithöfundur skuli vera að missa sjálfan sig smá saman er alveg hræðileg. Hvaða annar rithöfundur hefur afrekað að semja tugir bóka án þess að missa neistann? Því að nýjasta bókin frá manninum, þeas sú sem ég hef lesið, er alveg jafn fersk og sú fyrsta. Pólítískari en jafn fersk.

Terry Pratchett er minn aluppáhaldshöfundur og hefur verið það í allmörg ár. Ég mæli ekki með að fólk byrji að lesa bækur eftir hann því þær eru ávanabindandi og breyta sýn lesandans á lífið og tilveruna óafturkræft. Til dæmis eiga áhangendur hans til með að bresta í tilvitnanir úr sögunum í tíma og ótíma. Og eyða hellings pening í kiljur á Amazon.Whistling

Samt merkilega Pratchett-ískt að fá svona skrítið Alzheimers frekar en bara venjulegt.


mbl.is Terry Pratchett með Alzheimer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólagjafalisti 2007

Jorrit er búinn að nauða í mér síðan í september til að fá einhvern gjafalista fyrir jólin. Andleysið eitt hefur ríkt hjá mér í þessum efnum svo uppskera erfiðisins hjá honum hefur verið nokkuð rýr.

En núna, passlega þegar Jorrit er búinn að versla gjöfina, er mín loksins komin í stuð! Afskaplega klassískt en kannski er huggun harmi gegn að flest sem mér langar í íslenskt og því illfáanlegt í Brandararíkjunum.

Listinn á örugglega eftir að lengjast þegar nær dregur jólum en...

Mig langar í:

  • Velkomin til Bagdad, Davíð Logi Sigurðsson
  • Afríka sunnan Sahara, ritstj: Jónína Einarsdóttir og fl
  • Hvað gerðist 11. september?, Ágúst Bogason
  • Örninn, sería 2
  • Mothership, Led Zeppelin
  • ...´

Og svo fleira og fleira Happy


Af hverju ég bloggaði ekki um afmælisveisluna í gær.

Það var heljarinnar partý í gær. Með bleikri köku og alles.

Mikil gleði og mikið gaman hjá afmælisbarninu og félögum.

Mamma kom og aðstoðaði við að uppvarta ofan í veislugesti og að halda friðinn þegar menn gerðust óþarflega æstir í leiknum.

Takk fyrir það mamma!!

Ég gleymdi að taka myndir af afmæliskökunni (sem var þó ég segi sjálf frá, alveg mega flott) og þegar þorpararnir fóru heim til sín kl 6 hafði ég ekki nokkra orku til að tjá mig um atburði dagsins.

Ástæðan var Karíus og Baktus, eða afleiðingar af þeim.Sick

Tannverkurinn sem hafði verið að smá aukast seinustu daga fór algerlega á fullt þegar ég settist niður. Áii!! Mín fyrsta tannpína. Nú veit ég hvað svoleiðis er, en fróðlegt *hóst*

Eftir frekar svefnlitla nótt, sunnan rokið var sko ekki að hjálpa til, skreiddist ég í síman og grét í tannlæknadömunni þangað til að ég fékk tíma eftir hádegið. Þvílík gleði!!

Og núna er deyfingin að fara úr og ég er einni dauðri tannrót fátækari. Svo get ég hlakkað til fyrstu rótfyllingarinnar minnar á nýju ári. Eintóm gleði! Stundum er gott að eiga smá varasjóð því miðað við hvað hálft baðker af bráðabyrgðafyllingu (stór tönn), nokkrir desilítrar af deyfilyfi (eða svo fannst mér) og smá byggingarvinna (mokstur, borun, púss og uppfylling) kostaði sitt. Ég sé fram á nokkrar slíkar færslur áður en þetta verði yfirstaðið.

En núna get ég ráðist á jólasteykina án þess að engjast um af kvölum á eftir. Húrra fyrir því!


Afmælisgjafablogg

Við Magni ákváðum að afmælisgjafir þessa árs ættu alveg skilið meira enn að hverfa bara í dótahrúguna svo við tókum myndir af þeim. Enda var töluverð vinna lögð í samsetningu þeirra flestra.

Svo njótið í þeirri röð sem gjafirnar voru opnaðar:

Afmælisgjafir 017

 Gjöfin frá Pabba.

 

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 020

 Gjöfin frá Lijda, mömmu hans Jorrit

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 005

Gjöfin frá Mömmu og Jorrit

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 009

 Gjöfin frá Guðmundi afa, Pálu og co

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 018

Gjöfin frá Eddu, Dodda og Hrafnkeli Myrkva

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 003

Gjöfin frá Afa og Ömmu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 016

Gjöfin frá Valdísi

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má er ákveðið þema áberandi en samt gott að ná svona mörgum mismunandi Lego línum. Magni lego er allavega alveg ferlega ánægður.


Oggupoggu pólítík (en bara smá)

Ég mæli með að fólk kynni sér þennan stórgóða pistil til að komast á réttan kúrs í litlujóla og kristniboðs umræðunni. Segir allt sem segja þarf!

Einn enn fiskurinn?

En laglegur HÖFRUNGUR þarna á ferð. Mér sýndist þetta vera blettahníðir enda er það nú nokkuð öruggt gisk þegar kemur að höfrungum við Íslandsstrendur.

Ég er bara að pæla: Hefði það verið of mikil fyrirhöfn að ráðfæra sig við sér vitrara fólk áður en fréttamaðurinn hennti fréttinni á vefinn? Þetta er nú ekki svo erfið tegundagreining. Hvalurinn kemur upp svona 20 sinnum í myndbandinu!

Kannski var bara ekki neinn hvalasérfræðingur, hvalaskoðari eða hvalveiðimaður við hendina?

Ja, nema fréttamaðurinn sé af eldgamla skólanum því að í gamla daga voru öll þessi smáhveli kölluð hnísur? Það má alltaf vona. Wink


mbl.is Sjaldséður gestur að hnýsast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta jólalagið og gamlar minningar

Það hefur nánast skapað hefð fyrir því að ég tjái mig um fyrsta jólalagið sem ég heyri í desember. Þar sem ég hef ekki ennþá heyrt  "uppáhalds" jólalagið verð ég eiginlega að halda upp á það.

Fyrsta jólalagið þetta árið var umsnúningur á lagi sem ég held að heiti "You lost that loving feeling" á frummálinu. Þetta lag er sungið af ofurkarlmannlegri röddu og fjallar um andlegt öngstræti manns sem hefur misst ást sinnar heittelskuðu. Íslenska útgáfan er ekki nærri eins sjarmerandi en sú upprunalega en ég fæ samt nettan unaðshroll við að heyra það.

Frumútgáfan var nefnilega á spólu sem pabbi keypti á Bjargi (Mýv) snemma á níunda áratugnum. Við vorum á leið til Eiða og hugmyndin var að kaupa smá tónlist til að lina þjáningar fjölskyldunnar næstu klukkutímana.

Pabbi keypti 2 spólur. Þessa, "The best of the 60's" eða eitthvað og svo einhverja safnspólu með ýmsum nýjum smellum á borð við "Tími til að tengja" með Skriðjöklum og "Touch Me" með Samantha Fox.

Og svo brunuðum við af stað í sólinni og hitanum. Bráðum varð skyggnið afturí nánast ekkert og góðir frasar ein og "Þetta er Hrossaborg" og "Valdís þarf að æla" heyrðust. En þessi fjárfesting hafði gríðarleg áhrif á bílferðir næstu ár (örugglega svona 10 ár, ótrúleg ending í þessum spólum) og tónlistarupplifun okkar systra.

En alla vega...

gleðilegan desember! Grin


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband