Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Raindrops Falling on My Head...

Fyrstu vikurnar eftir að við Jorrit komum hingað til Álasunds var fínt að vera hérna. Sól og nokkuð hlýtt, logn og blár var aðal liturinn.

Auðvitað ringdi við og við eins og gengur. Frekar hressilega í flest skiptin en það mátti nú búast við því, hérna í regnbelti Noregs.

Nú er komið haust og við söknum agalega regnskugga Vatnajökuls.  Þvílík bleyta! Grár er aðal liturinn seinustu vikur.

Það hefur ekki liðið einn sólarhringur án rigningar síðan einhvertíman í ágúst. Það hafa komið svona 3 dagar í september þar sem sólin hefur skinið að einhverju gagni en þá hefur bara ringt um nóttina til að ná upp rakanum. 

Fyrir þá sem hafa búið í Reykjavík er þetta svosem ekkert sérstakt. Ég man eftir því að haustið sem ég flutti suður fyrst ringdi uppstyttulaust í 6 vikur. Ég hélt að ég myndi, ef ég dæji ekki úr sólarskorti fyrst, verða mosavaxin.

En það var bara amatörarigning. Bara svona smá úði miðað við hér. Rigningin hér er alveg á pari við hitabeltisrigninguna í Flórída, svona í magni á tímaeiningu. En þessi rigning er mun undirförullari en Flórídarigningin. Kemur hvar og hvenær sem er og úr ýmsum áttum. Ekki á milli 2 og 4 eftir hádegi eins og hin og beint niður nema í sérstökum tilfellum.

Svo er þoka, auðvitað, og þessi fínu ský sem eru reglulega það þykk að það er nauðsynlegt að kveikja ljós um miðjan dag. Myrkur um miðjan dag er svosem ekkert vandamál en kannski svolítið niðurdrepandi svona í september. En þarna er þó komin skýringin á því af hverju fólk hér er svona bjart yfirlitum.

Við vonumst til að þetta sé bara haustið, en munum kaupa pollagalla til öryggis.

Ég held nú samt að þetta sé frekar viðvarandi ástand því að haustferð skólans hans Magna var farin í slagveðri og roki. Líklega hefði hefði henni verið frestað heima en hér var engin miskunn! Bara vatnsheld föt og stígvél og út í skóg! Líklega gætu nemendur haft það af að útskrifast úr skólanum án þess að fara í eina einustu haustferð ef það mætti ekki fara í rigningu. En drengurinn kom heim eins og hundur dregin af sundi, nokkuð sáttur með daginn.

Það erum bara við, gamla liðið, sem erum að verða vatnssósa.


Gönguferð

Við Jorrit gerðumst vond í gær og píndum Magna "PS2" Stein í göngutúr í góða veðrinu. Það var sól og logn og þegar þannig stendur á hér um slóðir er örugglega lögbrot að hanga inni allann daginn.

Við löbbuðum yfir á næstu eyju, Hessa, í smá könnunnarleiðangur. Þungur á brún og brá hengslaðist ungi maðurinn á eftir okkur, teljandi upp allar ástæðurnar fyrir að þessi labbitúr væri slæm hugmynd. Til dæmis hafði hann þungar áhyggjur af skýjabakkanum sem rétt hygldi undir á vesturloftinu. Það væri örugglega að koma ringing og við mundum líklegast forkelast á leiðinni til baka. Við, hin óforbetranlegu, hofðum upp í skafheiðann himinninn og létum kvartanirnar sem vind um eyru þjóta.

Á Hessu er nokkuð þétt byggð eins og alls staðar hér sem hægt er að tylla húsi. En eyjan er mun ójafnari yfirferðar en Aspareyja svo að stór hluti hennar er enn hólar og björg hulin lyngi, mosa og trjám. Verulega laglegt. Hverfið sem er næst okkur er annars vegar nýlegt blokkarhverfi, ljótar og leiðinlega byggingar, og hins vegar eldra smáhýsahverfi sem hvert krútt húsið eftir annað kemur í ljós þegar labbað er um það.

Við löbbuðum í gegnum byggðina og yfir öxl þar sem fótboltavöllur hafði verið byggður hinum megin við. 

Miklar þjáningar hjá yngsta ferðafélaganum, og áhyggjur af veðrinu.

Loftið var ferskt og haustlegt og í gegnum kyrrðina bárust hvatningarhróp fótbolta foreldana.

Miðja vegu á milli fótboltavallarins og byggðarinnar kom Jorrit auga á stíg sem lá út frá veginum.

Það var eins og við höfðum skipt um barn, þar og þá. Fúli Magni var horfinn og í staðinn var kominn Magni fjallageit sem skoppaði kátur og hress á undan okkur, æstur í að finna nýjar slóðir.

Við klifruðum upp á hólinn og nutum sólarinnar og útsýnisins. Á leiðinni niður fundum við dularfullan niðurgrafinn og steinsteiptann stíg. Stríðs eitthvað sem hafði verið þarna í nokkurn tíma. 

Okkur fannst bara verst að hafa ekki með okkur nesti, því það hefði verið svo upplagt. 

 


Og það skeður aldrei neitt...

Eða þannig.

Þennan seinasta mánuð höfum við haft það af að hreinsa reykingalyktina úr íbúðinni.

Svo kom Magni Steinn rétt mátulega til að byrja í Aspeyjarskóla sem vill svo skemmtilega og heppilega til að er kynningaskólinn fyrir úttlensk börn á svæðinu. Magni varð marg sigldur þetta sumarið. Þegar hann steig á norska grund var það 5ta landið sem hann heimsótti í sumar, og geri aðrir betur!

Hann var nokkuð kátur með ferðina enda verið í góðu yfirlæti hjá vinum og ættingjum.

Jorrit byrjaði í skólanum (og er næstum búinn núna) og ég, ehh, skemmti mér við að reyna að finna vinnu.Sick

Í gær skeði einstakur viðburður í sambúð okkar Jorrit: Það var horft á sjónvarp!

Sjónvarpið í íbúinni var bilað þegar við fluttum inn en Frank, leigusalinn, fór með það í viðgerð þegar hann kom í land seinast. Í gær kom myndar maður með það aftur. Þeir eru magnaðir, viðgerðamennirnir hjá Elko, því sjónvarpið hafði stækkað helling og breytt um lit í "viðgerðinni". Eða kannski hugsanlega hafði bara verið verslað nýtt tv þegar hitt hafi reynst ónýtt?

Svo núna erum við með risa flatskjá, einkennistákn hins íslenska fjármálahruns, í stofunni. Ég hef rennt til hans auga við og við í dag með þjóðernislegu samviskubiti.

En voðalega kemur Madagaskar 2 betur út svona en á tölvuskjánum!Tounge

Annars óska ég litlu systur til hamingju! Wizard


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband