Færsluflokkur: Ferðalög

Ferðasagan

Ég held að fylgjan mín hafi verið að lenda í Myrtle Beach.

Núna á degi tvö í Conway erum við ferðalangarnir að átta okkur.

Ferðalagið gekk vel. Reyndar fengum við Magni ekki sæti saman í Flugleiðavélinni sem var töluverður stressfaktor í byrjun ferðar. Ég átti að sitja í 10 A og hann í 11 F sem er ekki góðar fréttir fyrir móðurhjartað. Við vorum ekki þau einu sem lentu í þessu því það voru víst einar 4 fjölskyldur í vélinni sem voru tvist og bast. Og fólk var almennt ekki til í að færa sig svo að börnin gætu setið með foreldrum sínum.  En við Magni vorum svo heppin að gömul kona frá Hong Kong sá aumur á okkur og færði sig í sætið hans Magna. Vinkona hennar, hún Irene, hélt mér selskap á leiðinni og reyndist sú skemmtilegasta.

Þegar við komum til Boston fengum við að bíða í mílulangri röð í vegabréfseftirlitinu. Ungi maðurinn sem skoðaði vegabréfin, landvistarleyfin og dulafullu umslögin sem fest höfðu verið í vegabréfin, var bara hress og sagðist vona það að maðurinn minn fengi vinnu hjá Icelandair þegar hann væri búinn að læra.

Svo tók við gangan mikla á milli terminala og eftir það biðstaða í annarri röð. En eftir það fengum við flugmiða fyrir bæði tengiflugin sem var óskup gott. Inni í biðsalnum í Boston náðum við að smakka hina frægu kleinuhringi frá Dunkin Doughnuts (heima hjá mér eru kleinuhringir með gati en greinilega ekki hér umslóðir) áður en komið var að því að fara í næstu vél. Það kom sem sagt í ljós að 3 og hálfur tími var bara alveg passlegur til að komast í gegnum flugstöðina.

Við tók 3ja tíma flug til Atlanta. Við hliðina á okkur sat afskaplega hugguleg stúlka frá Ghana. Hún varð kampakát þegar hún frétti að við værum frá Íslandi. Hún hafði aldrei hitt  svoleiðis fólk. Ég sagði hanni að það væri ekki skrítið þar sem við værum tiltölulega fágæt. Flugvélin var varla komin upp í loftið þegar Magni hringaði sig saman í sætinu og sofnaði. Hann svaf næstum alla leiðina og ég öfundaði hann töluvert. Við sátum nefnilega fyrir framan neyðarútgang sem gerði það að verkum að það var ekki hægt að halla sætunum. Svo ég vakti.

012Þegar nær dró Atlanta tóku skýin að hrannast upp í kringum okkur. Ég hef aldrei séð svona þykka skýjabakka, amk ekki frá þessu sjónarhorni! Enda fór það nú svo að tæpum klukkutíma eftir að við lentum (í brakandi sól)  var orðið skuggsýnt og þrumuveður lokaði vellinum í smá stund. Magni var þokkalega ánægður með að sjá loksins almennilegt þrumuveður. Veðrið var þó á hraðferð og truflaði ferðaáætlanir okkar ekki neitt. Þannig að tæplega 9 á staðartíma stigum við upp í aldraða ATR-72 vél þar sem vinalegur eldri flugþjónn tók á móti okkur.

Þarna fór ekki á milli mála að núna værum við komin í suðurríkin. Flugstjórinn ræddi helling við okkur á leiðinni og líka hann Jooohhn flugmaður. Ástæðan var sú að við þurftum að fljúga í kringum þrumuverðið og það var víst mikil ókyrrð. Ókyrrðin olli því að það var nánast ekki slökkt á sætisbeltaljósunum og drykkjunum var skutlað í okkur á methraða rétt fyrir lendingu. Ég verð að viðurkenna að það er svolítið sérstakt að sjá eldingarnar blossa fyrir utan flugvélagluggana en ef ókyrrð af þessu kaliberi kæmi í veg fyrir þjónustu um borð í flugvélum heima myndum við varla nokkurtíman fá kaffið! Iss piss.

Það var nú samt gott að komast niður á jörðina í Myrtle Beach. Ja, eftir að flugvélin hætti að skoppa á flugbrautinni. Ég get ekki gefið fugmönnum Delta hátt fyrir farþegavænar lendingar. Úff! Það kemur kannski í staðinn fyrir að vera óskiljanlegur í kallkerfið því það eru flestir Íslenskir flugstjórar en þeir geta lennt nokkuð mjúklega.

Þegar við komum út úr vélinni var klukkan rúmlega 10 og það var svo greinilegt að við höfðum ferðast örfáar breiddargráður til suðurs. Loftið var svolítið eins og í gufubaði. En við fundum Jorrit og töskurnar og héldum svo til Conway. Magni setti örugglega hraðamet í að koma sér inn úr dyrunum og í rúmið, afskaplega feginn.

Jæja, nú nenni ég ekki að skrifa meira í bili. 

 


Sjálfskaparvíti

Ef hann Magni Steinn minnist á það hálfu orði næstu 3 vikurnar að honum vanti meira dót mun ég örugglega missa mig!

Dagurinn hefur farið í það að pakka niður endalausu magni af lego, playmó, bókum og öðru dóti.

Jesús Kristur hvaðan fékk barnið allt þetta drasl?? 

Og svo þjáist hann af of nískri mömmu eða svo segir hann... 

Restin af húsinu hlýtur að vera lautarferð eftir þessi skemmtilegheit. 


Á rúntinum

Við Þorgeir brugðum fyrir okkur betra hjólinu og renndum upp í Herðubreiðalindir í dag. Það vantaði að losa niður eitt skilti og henda inn í gám svo það fyki ekki út í veður og vind í vetur. Ferðin var tiltölulega létt og löðurmannleg og við hittum bara einn bíl á leiðinni. Nokkra unga menn sem ætluðu bara rétt að skreppa í Öskju. Þegar við komum að þeim voru grímurnar tvær greinilega að renna á þá. Þeir voru nefnilega ekki með bensín/olíu nema fyrir svona 3/4 leiðarinnar. Það þurfti ekki mikinn hræðslu áróður til að snúa þeim við.

Veðrið var ágætt en kyrfilega alskýjað og Drottningin sjálf setti á sig slæðu þegar við nálguðumst. Kverkfjöllin voru þó hæfilega uppljómuð í grámanum.

Okkur sýndist þó að heldur hafi glaðnað yfir hálendinu þegar við vorum á leið heim, en það er bara týbískt.

Ég náði þó nokkrum myndum og hér eru tvær: Þorgeir að setja hlerann aftur áDrottingin með slörið


Fjársjóður

Skaftafell22.09-26.9.2006 046Þennan stað fundum við Elke í Bæjarstaðaskógi. Áin hafði greinilega runnið þessa leið í þúsundir ára og grafið sig niður í bláan steininn. Þessi fundur gerði gönguna löngu yfir sandinn alveg þess virði.

Þangað væri ég til í að fara aftur. Á heitum degi væri æðislegt að sulla með tánum í ánni áður en haldið væri af stað á ný.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband