Þorrablótsskýrsla

 

Jújú, mín fór á þorrablót um helgina, þökk sé Bergþóru eiginlega. Ég er nú alin upp við svona skemmtanir niðri í Hverfi og þessi gaf þeim ekkert eftir.

Sumt er ólíkt því sem ég á að venjast. Til dæmis skilst mér að það sé nánast slegist um að komast í þorrablótsnefnd hér í sveit. Heima liggur við að fólk flytist búferlum til að komast undan þeirri pínu. En það er kannski fyrirkomulagið á vali á nefndinni sem hefur áhrif á það. Heima er hver maður eða kona í áhættuhóp fyrir þorrablótsnefndarsetu. Hérna eru það kvenfélagskonur sem skipta þessu með sér (og draga svo kallana sína, nauðuga viljuga, með sér). Svo er nefndin svo fjölmenn! Kannski til að geta myndað almennilegan kór?

En alla vega...

Skemmtiatriðin voru bara alveg ágæt. Ég gat hlegið að flestum atriðunum, meira að sumum en öðrum. Söngurinn var líka alveg til fyrirmyndar, kostur er að hafa kyrjað þessi helstu lög svo oft að ég kann þau utanbókar og get því einbeitt mér að því að framleiða eins mikil hljóð og ég vil. Tounge

Svo byrjaði ballið. Hljómsveitin hafði greinilega legið í æfingum síðan á Slægjuballinu því að hún hafði tekið stórstígum framförum. Dansgólfið var nánast stappað allan tímann svo maður þurfti lítið að hafa fyrir dansinum.

Og talandi um dans:

Ég fékk hrós fyrir danshæfileika frá Hrútaspilsmanninum. Enda er auðvelt að dansa vel við einhvern sem dansar eins vel og hann. Sérstaklega ánægjulegt var þó hvað ég fékk mörg tækifæri til að dansa við manninn. Bróðir hans viðraði reyndar þá skoðun að hann gæti fátt annað en ég hef grun um að hún hafi verið sprottin af annarlegum rótum. Það er auðvitað súrt þegar stóri bróðir kemur og bara tekur dótið manns, sérstaklega þegar hann er varla að reyna (og græðir ekkert á því sjálfur). En svona eru þessi stóru systkyni, algerlega óþolandi! Mér finnst bróðirinn hefði bara átt að passa dótið sitt betur, þá hefði niðurstaðan kannski verið önnur. HaloDevil

En öll böll taka enda og líka þetta. Ég ætlaði bara að rölta fyrir hornið og sofa þar. En ég var svo ljónheppin að Steina Ósk, skáfrænka, bauð mér far heim. Og þar sem sitt eigið rúm er miklu betra en landvarðarúm ákvað ég að slá til. Oh, það var sko satt! Svo ég sofnaði ferlega ánægð með mig og mitt framlag til Þorrablóts Mývetninga 2007.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta þorrablót var amk það öflugt að það vantaði Jóhönnu Seljan (sem vinnur með mér) bæði mánudag og þriðjudag, hin Jóhanna (sem vinnur með mér) kom þó þannig að þetta hefur farið misvel í fólk.

Edda Rós (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 20:02

2 identicon

held hafi engan vantað í leikskóla dótturinnar og vinna þar þó ófáir Mývatnsættar

Álfhildur (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 13:45

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

hehe, ég var nú alveg heil heilsu strax á sunnudagsmorgun, sennilega vegna ægilega góðrar hegðunar  Ég held samt að það sé ekki nóg að vera ættaður úr Mýv til þess að kenna sér meins dagana eftir þorrablót, maður þarf örugglega að mæta á samkunduna.

Elva Guðmundsdóttir, 25.1.2007 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband