Engill

Það var spilakvöld í gær. Edda reyndi með sér sem DM og stóð sig með príði.

Menn fóru í rómantíska göngu í fjörunni (og börðu á nokkrum ghouls í leiðinni) á meðan álfar sátu og spiluðu spil og ræddu galdra. Þegar gengið var til náða (og þvílíkur svefnfriður eftir að þaggað var niður í náætunum) og riddaranum dreymdi draum sem fékk hann til að draga alla vini sína á stað í björgunarleiðangur.

Persónurnar náðu að hetjast helling í kjölfarið. Berja á helling af vonduköllum og bjarga einum ráðvilltum og reiðum engli af yngri gerðinni.

Við hin raunverulegu náðum að borða helling af pizzum, drekka kók í lítravís en við stóðum okkur ekki nægilega vel í namminu. Það er ennþá heill haldapoki eftir af allskonar góðgæti á eldhúsbekknum. Það er greinilegt að við verðum að halda annað spilakvöld bráðlega svo birgðirnar spillist ekki Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta spil hljómar eins og hebreska fyrir mér

En gaman að þú skemmtir þér á blótinu. Ég skilaði kveðjunni til Bergþóru og hún biður alveg örugglega að heilsa þér (hún er að leggja sig... eitthvað þreytt eftir langt ferðalag)...

 Bestu kveðjur!

Elva Á (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 05:43

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hehe... Hafðu sko ekki áhyggjur þó þú botnir ekki alveg þarna. Þú ert ekki sú eina! Ber bara vott um andlegt heilbrigði

Elva Guðmundsdóttir, 30.1.2007 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband