Sumarteikn

Íslenskt vorveður er það sem gildir núna fyrir utan húsið mitt! Þaes 1-4 stiga hiti og hraglandi. Ég vona bara að veðurguðirnir missi sig ekki eins og þeir gerðu fyrir tæpu ári, ekki svo sællar minningar.

Þar sem afkvæmið eyddi helginni fyrir sunnan þurfti ég keyra í gegnum áðurnefnt vorveður á Akureyrarflugvöll. Jorrit var mér til samlætis (tók reyndar með sér bók en hvað um það).

Við sáum nokkur örugg merki um að sumarið er á næsta leyti hvað sem veðurguðirnir hamast.

Td var manneskja á fullu að hjóla upp Víkurskarðið, hjólið drekkhlaðið. Belgi eða Hollendingur sagði sérfræðingurinn. Hverjr aðrir eru það bilaðir (eða fatta hugsanlega ekki hvað þessar hæðarlínur á kortum af Íslandi merkja , þær eru jú sjaldséðar á belgiskum og hollenskum kortum) að fara hjólandi um landið í byrjun maí, ja eða yfirleitt?

Á leiðinni til baka sáum við tvö ho með mæðrum sínum. Ef það er ekki sumarboði þá veit ég ekki hvað!

Annars var fyndið að sjá farþeganna koma út úr vélinni á vellinum. Fyrst kom 1 maður og svo ultu út þvílíkur hellingur af krökkum, svona á aldrinum 6-11 ára. Flugfreyjan átti barasta fullt í fangi með að halda ungahópnum saman!

Kannski ættu helgarpabbar í Reykjavík sem eiga norðlensk börn að taka sig saman og leigja bara vél undir liðið? Eða gera sérsamning við flugfélagið? Þetta eru jú frekar léttir farþegar þó þeir þurfi sérstaka umsýslu svo þeir rati rétta leið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband