Kveðjur og morð

Í dag hættu landverðirnir mínir. Ekki í fússi (vona ég). Fjallalandverjurnar komu líka til byggða í dag og Helgi bílstjóri fór seinustu ferð sumarsins. Seinasti sjálfboðaliðahópurinn fór líka í dag.

Múmm Frown

En ég fæ líklega sérstakann úrvals hóp frá Chas eftir 1 eða 2 vikur. Og landverjurnar mínar hafa lofað að heimsækja sveitina einhverntíman í vetur. Smile

Það var framið fjöldamorð á Grímstöðum eftir hádegið. Einum hundinum leiddist og ákvað að narta í eina unghænuna sér til dægrastyttingar. Það var svo óskup gaman að hann ákvað að narta í fleiri. Verst hvað þær entust stutt. Bara lágu þarna alveg kjurrar. Og haninn stakk af.

Hænurnar voru íslenskar eðalhænur og höfðu náð að skila af sér svona 2 eggjum hver þegar þær létust.

Núna er spurning hvort hundurinn verði dæmdur til dauða fyrir morðin eða hvort hann verði settur í endurhæfingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ái!! MÉR hlakkar til??? (ég veit að þetta var í seinustu færslu en svona er þetta þegar maður kíkir ekki á hverjum degi.) Meira að segja ég er búin að læra ÉG hlakka til... :P

Ragna (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 20:39

2 identicon

Guð minn góður Ragna, vertu ekki með þessi leiðindi. Mér hlakkar næstum allaf til, það er sárasjaldan sem ég hlakka til. Mig hlakkar líka örfáum sinnum til. En oftast þá hlakkar mér til...
Mér til varnar segi ég einkunnir en ekki einkannir...

Edda Rós (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband