Ik leert Nederlands

en er samt bara komin á 3ju lexíu í rauðu bókinni þannig að ég veit ekki ennþá hvort sögnin að læra sé eins þegar maður talar um sjálfan sig eða um aðra.

Ég held samt barasta að hollenska sé málið. Amk miðað við það fólk sem ég hitti í vinnunni þessa dagana. Eintómir Hollendingar! Og í dag komu meira að segja mállaust (lesist: kunni ekki ensku né íslensku) hollenskt par og ruddu yfir mig heilu setningunum. Mállausir Hollendingar er nánast óþekktir hér um slóðir. Það er svo slæmt fyrir viðskiptin, er mér sagt.Tounge 

Þetta voru indælis eldri hjón sem höfðu svo miklar áhyggjur af færðinni og það hefði verið svo ágætt að geta tjáð mig amk smá við þau. En þetta reddaðist nú allt á endanum og sólin bræddi þeim leið til Egilsstaða um hádegisbil.

Annars var afskaplega fínt og fallegt veður í dag. Lund fólks var líka mun léttari.  Það hefur svo góð áhrif á skapið að þurfa ekki að hnipra sig saman á móti vindinum og píra augun útaf sól en ekki hraglanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband