Afrek helgarinnar

Núna er þessi sérdeilis fína helgi að baki.Grin

Mér tókst að:

  • Liggja í leti
  • Laga almennilega til í:
    • Stofunni
    • Eldhúsinu
    • Herberginu mínu
    • Geymslunni
  • Versla helling
  • Fara í Bíó
  • Spjalla uber mikið við Jorrit InLove

Magna tókst að:

  • Fá mig til að kaupa nýjan PS-leik. Blush

Við Magni gerðumst nefnilega félagsskítar á laugadaginn (barnið reyndar gegn vilja sínum) og brenndum inn á Eyrina. Ég þurfti nefnilega nauðsynlega þangað og miðað við spá og allt virtist vera skynsamlegt að drífa sig bara. En svo kom rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur, auðvitað.GetLost

Ef ég hefði ekki farið þá hefði örugglega verið snjókoma og allt.

En allavega:

Við brenndum inneftir og versluðum og þannig. Hittum á útsölu á tölvuleikjum í Eymundson og komum þaðan út með hinn sögufræga Lemmings. Ég var næstum búin að fjárfesta í Neverwinter Nights 2 en guggnaði á því á seinustu stund. Ég vona eiginlega pínu lítið að Valdís hafi fallið í freisni í gær...Whistling

Svo eftir verslið fórum við til Valdísar. Þar var frekar slæptur og örlítið pirraður (ég meina í alvöru örlítið ekki örlítið mikið, það var ekki urrað á okkur sko) Tryggvi. Við mæðginin og Valdís skildum hann eftir á sófanum og fórum í bíó.

Myndin sem varð fyrir valinu var (auðvitað) Stardust.

Magni hafði upphaflega ekki viljað fara á "svona textaða mynd" en eftir að hafa séð trailerinn ákvað hann að slá til.

Myndin var stórgóð. Alveg hæfilega klikkuð og svolítið ógeðsleg á köflum. Ég hugsaði stundum: "Og barnið er að horfa á þetta!" En Magni virtist taka ævintýra-ofbeldinu með ró og það sem virtist standa uppúr hjá honum var dansatriði skipstjórans.

Það er svolítið langt síðan ég las Stardust. Í minningunni var hún svona lauflétt ævintýri. Heimsmyndin einföld og allt voða bjart og fallegt. Svona þannig lagað. Vondukallarnir voða vondir og góðukallarnir ferlega góðir osfv.

Myndin er, held ég, ekki alveg endursögn af bókinni. En það er sko í fínu lagi því sagan gengur upp og er hvorki of hröð né of hæg. Ekki væmin og persónurnar eru skemmilegar. Sérstaklega gera hinir framliðnu prinsar það gott. En myndin er mun dekkri en mér minnir að bókin hafi verið. Fullt af blóði, í ýmsum litum, morð og misþyrmingar. Ekki fyrir voða viðkvæma.

Miðað við þetta þá er ég ekki viss um að ég myndi leggja í Neverwere...W00t

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég féll í freistni Ég keypti tvo leiki, Neverwinter Nights 2 og Temple of Elemental Evil (leikur frá 2003). Mér sýnist að ToEE sé ágætur en hef enga sérstaka trú á því að tölvan mín geti keyrt NN2.

Valdís (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 18:18

2 identicon

Elva!! MIG minnir, skamm skamm :-P

Vá ég var núna að kveikja á perunni, er þetta ekki saga eftir Neil Gaiman eða eitthvað svoleiðis, sem þið allar eruð búnar að lesa?

Ragna (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 18:19

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Oh, fjárinn! Gripin aftur! Mig minnir! Mig minnir! Muna það næst!

En, Valdís: Ef vélin fer á hliðina við að prófa NN2 þá get ég alveg losað þig við hann fyrir rúnaða upphæð

Ég mæli annars alveg með myndinni, þó þú sért ekki búin að lesa bókina, Ragna

Elva Guðmundsdóttir, 29.10.2007 kl. 20:16

4 identicon

Ég hugsa að þú megir alveg fá hann lánaðan þangað til ég fæ mér öflugri vél ;)

Valdís (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:15

5 identicon

Ég er búin að eiga þennan leik í ár... og núna á ég loksins öflugri vél... Hann er góður

Edda Rós (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 13:59

6 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Oh, ég vissi að einhver ætti þennan leik! Feilaði bara um eina systur (sem betur fer því annar hefði ég örugglega keypt hann á offjár )

En ég skal sko alveg fóstra hann fyrir þig, Valdís!

Elva Guðmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 14:16

7 identicon

Doddi er samt svo leiðinlegur að hann vill ekki leifa mér að halda áfram útaf því að ég er komin lengra en hann og hann þarf að læra (en ekki ég því að ég er í svo góðum og duglegum hóp sem vinnur frekar hratt en heima). Mig sem langar svo til að leika mér. 

Smá hint samt: Ekki gera þjóf, þú færð góðan þjóf frekar snemma og það er EKKERT gagn af því að hafa tvo þjófa. Ég gerði fyrst þjóf, hún var ágæt en nánast alveg einsog hinn þjófurinn. Þannig að ég gafst upp og gerði drow barbarian sem er ofsalega skemmtileg. 

Edda Rós (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband