Latur vindur

Jæja, hérna sitjum við mæðgur við eldhúsborðið í Teignum og fiktum í tölvunum okkar. Sniðugt svona þráðlaust net!

Við mæðginin fórum semsagt niður í Hverfi í gær. Hugmyndin var að fara á Húsavík í apótek en þegar komið var í foreldrahúsin var tekin ákvörðun um að gera hlé á ferðalaginu vegna veðurs. Þá var ástandið slíkt að snjókornin voru hætt að falla til jarðar heldur ferðuðust lárétt frá norðurs til suðurs. Og það var svona Diskheimskur vindur, þessi lati.

Í morgun heyrði ég son minn skamma foreldra mína fyrir eigingirni. Þau eru nefnilega búin að panta sér ferð suður á bóginn og ætla EKKI að taka hann og Hrafnkel með! Honum finnst nefnilega að þar sem þau foru til Marmaris seinasta sumar alein, sé kominn tími að taka aðalmennina með. En hann æsti sig ekkert mikið. Núna eru afarnir nefnilega að klára aðra Indiana Jones mynd dagsins og þeir eru búnir að standa í þyrlusamsetningu í millitíðinni. Nóg að gera.

Annars bíðum við eftir vonda veðrinu sem spáð var í kvöld. Það snjóaði áðan og kom smá vindur en ekkert spennandi ennþá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála frænda mínum, það er náttúrulega ekkert nema eigingirni í þessu fólki að taka ekki strákana (og aðstandendur þeirra....) með. Mikið ógeðslega væri ég til í að fara á sólarströnd með volgum sjó, góðu veðri, 30°c hita og notaleg heitum. Svo væri náttúrulega líka gaman að skoða eitthvað landslag og mannlíf og svoleiðis...

Edda Rós (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 09:39

2 identicon

Mér er sama, þau eru að bjóða mér til Danmerkur um páskana, ég fæ að fara á exotískan (vonandi, maður veit aldrei) stað í Ferðamálafræði og svo fer ég í heimsreisuna mína um næstu jól (hún er reyndar búin að minnka svolítið núna, en ég verð líklegast á Hawaii í júní :D), þannig að ég þarf ekki að fara til Sardiníu, ég get farið þangað sjálf eftir ár! *haha mikið mont í gangi...*

Ragna (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband