Öskudagur

017Það var haldið hátíðlega upp á öskudaginn hér um slóðir. Það var skólaball í gær þar sem allir mættu prúðbúnir og var víst mikið fjör.

Svo gengu þeir sömu í fyrirtækin hérna í þorpinu og sungu. Og ég get sagt ykkur að ALLIR sungu. Líka töffararnir í 10. bekk. Þorgeir fékk meira að segja 1 lag sérstakleg fyrir sig frá stelpunum sem voru í 1 bekk þegar hann var húsvörður.

Magni, sem er alltaf svo góður við mömmu sína, sagði við mig í gærkvöldi: "Mamma, þú mátt eiga karamellurnar" vitandi það að mér finnst svoleiðis best en honum verst. Og þegar ég spurði hann í kvöld hvað hafi verið skemmtilegast sagði hann lágt: "Að koma til þín í vinnuna".

Þetta var ágætur dagur og það sem toppaði hann (fyrir utan sonur minn) var þegar konurnar í Sparisjóðnum hringdu í okkur (Þorgeir) og skömmuðu hann fyrir að etja næstum-stæstu strákunum í að syngja alveg agalega dónalegan söng. Þeir hofðu nefnilega komið til okkar fyrst með þessa þvílíka sóðalegu vísu (um Saddam og fjsk sungna eftir Gamla Nóa). Þegar þeir höfðu lokið sér af spurði Þorgeir í forundran (svona hálfvegis) hvort þeir hefðu sungið þetta fyrir áðurnefndar konur. Við héldum að þeir hefðu farið þangað fyrst. Drengirnir voru greinilega með smávæginlega heyrnarskerðingu og tóku þetta sem beiðni um endurflutning uppfrá. Úbs Devil

Og svo náttúrlega þegar einn söng hálft "Blessuð vertu sveitin mín" fyrir að vera of seinn. Það var náttúrlega glæsilegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er aldeilis flottur og fallegur sjóræningi á myndinni. Hann er miklu, miklu fallegri en Johnny Depp.

Mamma

mamma (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 23:00

2 identicon

Ég sé að sjóræningja-tendensar eru sterkir í ættinni. Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?

Valdís (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:04

3 identicon

Æi verum bara ánægð með að þeir eru ekki eitthvað verra, annars fékk minn maður ekki að ráða neinu um sinn búning. Svo var minn sjórængingi fyrst svo að mývetningarnir eru bara að herma eftir...

Svo eru þeir náttúrulega bara flottir sjóræningjar 

Edda Rós (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:29

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, þeir eru glæsilegir.

Magni vill láta koma fram að hann valdi ekki þennan búning og hann var keyptur áður en þessi búningur (hans Hrafnlels) var búinn til! (smá metingur hér). Og Magni segir að Ari vinur hans hafi verið David Jones sem er víst skipstjórinn á Hollendingum fljúgandi.

Elva Guðmundsdóttir, 7.2.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband