Hvað eru mörg hjól á strætisvagni?

Þetta var spurning í stærðfræðihefti Magna Steins í dag.

Sniðugt að hafa fleiri, fleiri blaðsíður um strætóferðir í stærðfræðihefti sem lagt er fyrir hóp af 8-9 ára börnum sem fæst hafa í strætó komið. En samt í rauninni gott þegar það kemur að þessari spurningu því það er séns að börnin flæki síður fyrir sér svarið. En Magni Strætófari þurfti að spurja mig enda veit hann alveg að það séu til ýmsar gerðir strætóum. Hvaða svar væri æskilegast? Venjulegur 4? Eða kannski tvöfaldur 8? eða kannski 6? Við ákváðum að svara bara 4. Enda var talan bara svona grunnur fyrir spurningar eins og "Hvað eru mörg hjól á 3 strætisvögnum?"

En kannski fjallar næsta hefti um landbúnað eða ferðir skólabíla? Svona eitthvað sem börnin hér geta fundið sig í.

En að öðru:

Ég fór á pósthúsið í dag. Var reyndar að leita að símanum mínum (önnur saga og lengri, seinna ef ég nenni). Þar var hellings póstur sem fór næstum allur beint í ruslið. En þar var líka lítill miði um að ég ætti pakka frá Brandararíkjunum. Hérna má sjá það sem var í honum:

Það sem næst ekki vel á mynd er að Valentínus (sem hann heitir núna) er alveg agalega mjúkur og alveg yndisleg lykt af honum. Hann sat nefnilega á nammifjalli LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe þetta er það sem maður fær þegar maður deitar útlending (sem í þokkabót býr í landi heilags valentínusardags), rómantík á 14. feb.

Annars virðast danir taka þennan dag mun eðlilegra en við Íslendingar. Fólkið í bekknum mínum átti ýmis plön um að fara út að borða, strákur í hópnum mínum gaf konunni sinni blóm í morgunsárið og svoleiðis. Maður er samt engan vegin blastaður af valentínusarrusli í hvert skipti sem  maður hættir sér nærri verslunarmiðstöð. Annars hugsa ég að við íslendingarnir gerum mest lítið í þessum degi, amk er ég ekki með neitt planað... 

Edda Rós (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, dæs... En kona verður víst að láta þetta ganga yfir sig...

Náttúrulega alveg hræðilegt...

en endilega splæstu í amk 1 faðmlag eða eitthvað...

Elva Guðmundsdóttir, 14.2.2008 kl. 16:53

3 identicon

Shitt það var farið illa með mig í gær (nánari lýsingar á blogginu mínu)

Edda Rós Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 09:02

4 identicon

@ Edda Rós: nananabúbú!
Ég vil taka fram að rauða púkinn sem Elvu er svo kát með, er ekki nútíma mynd af Cupid, heldur Valantín Lúsífer Andskótans, hinn sanna andstæðing Cupid Valentínus. Brennendi örar hans Valantín Lúsífers géra menn kleift að blístra dónalegt til aðra konar en eiginkonan (sérstaklega finnst honum gaman að láta karlmenn géra það þegar eiginkonur heyra í það). Konur eru unðir hans áhrífum þegar þau gleyma míkilvægar dagsettningar og lóka kepnisdagur Formúla 1, NASCAR eða fótbolta (frekar þjóðbundin áhríf).

Jorrit (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband