Ofur-smáhestur

Aumingja smáhesturinn minn er svo óheppinn að eigandi hans er frekar trassasamur. Og á það til að mikla fyrir sér verkin. Þess vegna hafði nú liðið óþægilega langur tími á milli skoðana hjá gæðinginum. Eigandinn var alveg viss um að núna kæmi að því að Skoðunarmaðurinn sæi innsta eðli hans og tæki ekki í mál að bíl-greyið færi feti lengra (eða svona næstum því).

En loksins hafðist það að panta tíma fyrir bílinn. Var bara merkilega auðvelt. Var bara ekki svo sárt.

Á leiðinni niður brekkurnar hlustaði eigandinn eftir hverju hringli og rörhljóði. Var alveg viss um að núna væri eitthvað að fara, perur að springa, púst að detta í sundur eða bremsur að bila. Bara af því að þarfasti þjónninn væri á leið í próf.

Með hjartslætti lögðu þeir við hliðina á skoðunarstöðinni en vorum of snemma í því. Þess vegna hafði Eigandinn trassasami nægan tíma til að velta fyrir sér af hverju númerslausri Nissan Mikra væri lagt við húshornið. Svona næstum eins og henni hefði verið trillað út af skoðunarstöðinni eins stutt og hægt væri. Sennilega vegna einhverra ófyrirgefanlegra synda eiganda hennar. Hann sá Smáhestinn alveg fyrir sér rétt hliðina á henni, umkomulaus og númerslaus.

Eftir óralangan tíma, örugglega svona 5 mínútur, kom Skoðunarmaðurinn úr hádegismat. Eftir að hafa greitt viðeigandi gjald keyrðum við löturhægt og kurteisislega inn í skoðunarstöðina. Þar skyldust leiðir og Eigandinn fór eirðarlaus inn á biðstofuna, fletti ósjáandi í blöðunum og stjákklaði um.

Eftir svolitla stund var kallað. Eigandinn lúskraðist fram, tilbúin til að taka örlögum sínum. En kraftaverkin gerast enn því þar stóð Skoðunarmaðurinn örlítið sporskur á svip. Engar athugasemdir og Smáhesturinn kominn með nýja flotta miða á sig. Ekki græna heldur svona gula með 09!

Ótrúlegt!

Og bara betri en seinast! 

Þá er bara um að gera og vinda sér í dekkjaskipti og smur. Fyrst við lifðum skoðunina af verður það bara sunnudagsgöngutúr í skrúðgarðinum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, ekkert mál. Ég  er búinn að taka Justy í gegn, nokkrum sinnum. Óli til miklar undrar.

Jorrit (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:02

2 identicon

Smáhesturinn er hetja! Ég man þá tíð er hann dró ofvaxinn indjána langar leiðir.

Valdís (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 19:38

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

ójá, það var nú upplifun! 

Elva Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 21:41

4 identicon

Ég held að ég sleppi því með öllu að láta skoða minn, ekki nema pabbi vilji gera það. Hann var skoðaður seinast í janúar 2007 og fékk '08 miða (hann er sko september-barn), og þar sem ég fer af landinu í lok desember þá held ég að þetta verði hans síðasta ár (nema þá að pabbi pimpi hann upp áður en ég kem heim aftur :P)

Ragna (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 22:09

5 identicon

Til lykke med födselsdagen! Kíkkaðu á póstinn þinn (gmail) ef það er ekki email frá mér láttu mig þá vita...

Edda Rós (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:05

6 identicon

Magnað hjá ykkur pony. Ekki hefði mér dottið í hug að þetta gengi átalaust fyrir sig. Þetta var nefnilega með herkjum að hann fór í segn í fyrra án teljandi viðgerða. En honum hefur semsagt batnað í bremsunum síðan í fyrra. Gott mál og flott hjá ykkur.

Pabbi (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband