Smá æfing...

Það skeði eitthvað skrítið við hitakerfið á höllinni sem við Magni búum í rétt fyrir helgi.

Útrennslið hefur löngum verið svolítið spes þannig að það er ævinlega smá pollur við hliðina á útidyrunum. Með alveg svakalega heimilislegu slými og fíflum sem uxu á bakkanum. Allt að því næs.

En allt í einu fór þrýsingurinn upp úr öllu valdi á kerfinu. Það var hægt að láta þrýstingslokann (eða hvað sem græjan heitir) frussa 80 gráðu vatni  á gólfið í kyndklefanum og búa til gufubað (bæði í klefanum og í húsinu), eða skrúfa frá svona framhjá kerfi og láta sjóðheita vatnið renna beint út (eða svona undir húsið og svo út í gamla pollinn), eða skrúfa fyrir heita vatnið. Aðgerð 2 seinkaði bara gróðurhúsaástandi innanhúss eins og ég hef komist að. Meira að segja hús þola ekki endalaust heitt vatn undir sig. Gróðurinn í pollinum er löngu soðinn.

Semsagt afskaplega skemmtilegt ástand.

Ég endaði með að skrúfa fyrir heita vatnið í gærkvöldi þegar brunaboðinn var búinn að fara á stað og það sló út vegna raka.  Svo var hreppsráðsmaðurinn ræstur út í morgun. Hann hafði greinilega gert eitthvað þegar ég kom heim áðan og ástandið leit ágætlega út.

Þangað til að ég vildi fá aðeins meira hita í húsið (var svona 17-18 gráður eftir 12-14 tíma hitaleysi). Við að skrúa inntakið frá 1 yfir á 2 fór þrýstingurinn allur af stað aftur.

Núna er bara smá innrennsli í húsið (fyrir uppvask og svoleiðis), það verður æðislegt að fara í sturtu á eftir og ég sé fram á að skrúa fyrir vatnið aftur í nótt.

En ég og Magni erum búin að fá smá æfingu í að búa við 90-100 % raka ef við viljum finna ljósu fletina á málinu.

Hins vegar er ég viss um að silfurskottu ættflokkurinn sem bjó í kyndiklefanum hefur orðið fyrir miklum búsifum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt að hringja í Óla Þ. og fara fram á að það sé gert við þetta eins og skot. Hann á að sjá um að húsið haldi bæði vatni (heitu og köldu) og vindum. Þú borgar alveg örugglega fyrir að hitakerfið sé í lagi.

mamma (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband