Alkul eða tannakul?

Ég sótti son minn í afmæli í gær. Gerði húsmóðirinni greiða og borðaði smá perutertu (alveg sérlega góða) hjá henni á meðan að leikurinn var að klárast. Það var fleira fullorðið fólk að bjarga verðmætum við borðið (þeas kökunum). Ég var náttúrulega spurð hvernig mér finndist að búa í hálendustu sveit landsins. Ég sagði að það væri kalt og þetta reynda fólk gat sagt mér að það væri heldur kaldara en venjulega. miðað við aðra þætti veðursins (rokið, snjókomuna). Ég venst örugglega. Cool

Húsmóðirin spurði mig líka hvort ég væri frá Ísafirði því hún þekkti konu sem væri svo lík mér þar. Ég gat sagt henni að ég ætti örugglega ættingja þar en ég þekkti ekkert til þeirra. Það er stundum skrítið að vera svona furðulega til komin.

Ég var að lesa matskýrslu í dag. Ég hélt að matskýrslur ættu að vera svona hlutlægar og hlutlausar, jafnvel þurrar í orðalagi, en höfundar þessarar skýrslu höfðu greinilega gleymt sér hér og þar. Td stóð á einum stað; "Jarðböðin eru einstök perla". Devil

Hehe. Er það sem sagt vísindilega sannað? Ég hélt að perlur væru svona harðar og kringlóttar og yfirleitt frekar litlar. Ekki risastór mannvirki úr steini, viði og vatni. En svona er stundum erfitt að halda tilfinningum manns utan við vinnuna sína. Ég skil höfundana alveg, ég hef líka farið í Jarðböðin og ætti í raun að fara miklu oftar en ég geri því að þetta er örugglega besti baðstaður landsins.

Ég komst líka að því í dag að sumir eru algerir ljúflingar. Mér grunaði það reyndar en algerlega væri ég til í að faðma einn mann. Verst er hvað það er langt í hann. Ég held að ég nái ekki alla leið til Wales.

Ég vona bara að skriftir mínar á öðrum vettvangi valdi ekki handalögmálum eða fýlu einhver staðar í Tjallkistan núna um helgina. Býst nú varla við því þar sem karlmenn missa sig sjaldan í slíkt heldur fjalla karlmannlega um málin, klappa hvorir öðrum á bakið og drekka sig svo aðeins fyllri. Amk þegar þeir tilheyra hinum Norður Evrópska menningarheimi.

Annars er spáð alkuli á Íslandi núna um helgina þannig að hún verður örugglega róleg hér. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl aftur nafna

Gott að heyra að þér líkar veran í Mývatnssveit ágætlega. Annars bið ég bara að heilsa "öllum" í Mývatnsstofu.

ps. Er ég nokkuð að misskilja, eða svífur ástin í loftinu milli C og E??  Gaman að því

Elva (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 21:24

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Takk fyrir kvittið nafna. Ég skal skila kveðjunni

Í sambandi við hitt... E og C eru orðin alveg merkilega góðir vinir. Eða svo segja þau hvort öðru, óspart. Meira segi ég ekki svona á opinberum vettvangi

Elva Guðmundsdóttir, 19.11.2006 kl. 14:02

3 identicon

Nohhh....

Það væri samt athyglisvert að sjá ostruna sem bjó til þessa perlu...

Valdís (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 15:08

4 identicon

FRÁBÆRT!!!

Ég bið þá líka að heilsa C

Elva (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 08:11

5 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Mér þykir leiðinlegt að valda vonbrigðum en ég var ekki að tala undir rós þegar ég skrifaði þetta með vinskapinn. Svona Hörður hitti Siggu dæmi.

Svo piltar; það er óþarfi að gráta sig í svefn, þið hafið ennþá sjéns

(ég skal hins vegar skila kveðjunni með ánægju )

Elva Guðmundsdóttir, 20.11.2006 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband