Latte

við Þorgeir vorum að ræða um kaffi áðan.

Ég held að það séu til tvær gerðir af kaffidrykkjumönnum; mjólkurkaffifólk annars vegar og hraðkaffifólk hins vegar.

Ég er latte-manneskja en Þorgeir er expresso maður. Ég set mjólk í kaffið vegna bragðsins en hann myndi drekka kaffið án mjólkur ef það væri bara kaldara. Kaffidrykkja Þorgeirs er lík og áfengisdrykkja sumra: fyrir áhrifin.

Sem betur fer höfum við getað settlað okkar kaffiágreining á menningalegan hátt. Þeas þegar hann hellir uppá er kaffið sterkt en þegar ég útbý kaffið er það mun dannaðra.

Þegar enginn nennir að hella upp á fer Þorgeir í búðina og betlar kaffi þar en ég hita vatn og útbý mér skyndi-latte. Alveg merkilega gott, bara ekki ímynda sér að þetta sé alvöru latte. Það er galdurinn Wink

Besta latte (og þal kaffi) sem ég hef fengið á þessu ári bruggaði Ragnar Frank, Skaftafellshöfðingi, handa mér og Elke í haust. Kannski ég fái mér svona græju eins og hann var með eftir áramót. Þá þarf ég ekki að gera neinar málamiðlanir í þessum málum því þá verður ríki mitt mannautt fram á vor.

Oh nú langar mér í gott kaffi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og ég hef alltaf sagt ... ef það þarf að þynna kaffi með mjólk eða öðrum efnum þá var það einfaldlega ekki nógu gott til að byrja með ;)

 Kv
Tryggvi

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband