Skólaverkefni

Við Magni vorum agalega amerísk þessa helgina. Og frekar íslensk líka í senn.

Magni á nefnilega að skila heimaverkefni á morgun.

Verkefnið felst í því að gera bækling. Svona A4 (eða rúmlega) brotinn í þrennt. Bæklingurinn átti að fjalla um einhverja borg og vera svona ferðamanna. (Sem var leiðinlegt því það eru svo margir áhugaverðir staðir sem eru ekki borgir. Satt að segja er ég svo skrítin að mér finnast borgir almennt ekki áhugaverðar). Sérstaklega var tekið fram að það mætti ekki fjalla um skemmtigarða.

Magni valdi að skrifa um Húsavík.

Og við eyddum helginni í að gera bækling. Fyrst svona beinagrind, svo var texti skrifaður á íslensku og svo var hann þýddur og myndir settar við.

Voða fínt og voða amerískt.

Voða íslenskt að gera þetta svona rétt fyrir skil. Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott landkynning hjá ykkur. Mikið held ég að Húsvíkingar verði grobbnir að eiga heima í BORG!

Bestu kveðjur, Guðný

Guðný Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hehe, já Guðný, þeir hugsa á svolítð öðrum skala hérna. Annars hef ég nú svarað ófáum fyrirspurnum um hvað sé hægt að gera í "City of Reykjahlid". Og þetta hefur verið fólk standandi fyrir framan mig í Mývatnsstofu! En svona eru þessir borgarbúar.

Elva Guðmundsdóttir, 20.10.2008 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband