Your Tide is Showing

Ég var að horfa á nýjasta Lipstick Jungle þáttinn áðan. NBC er svo liðlegt að hafa þættina á vefnum sínum endurgjaldslaust...

Ja, fyrir utan að maður verður að horfa á auglýsingar svona 6 sinnum...

Auglýsingarnar eru mismunandi. Einu sinni var einhvert offroad-aksturþema. Sennilega verið að auglýsa raunveruleikaþátt um torfærukeppni. Ég myndi nú segja að áhorfendur Lipstick Jungle séu nú ekki alveg markhópurinn fyrir slíkt.

Í dag voru styrktaraðilarnir Olay, sem auglýsti alveg agalega góðan andlitsfarða (7 yngingaraðferðir í einni dollu), og svo Vicks með kraftaverka kvefmeðal.

Svo voru hinar auglýsingarnar; Kreditkortauglýsing sem sagði m.a. "It's a concumer world, and It's ok". Ef maður fær sér svona kreditkort þá á maður að geta borgað alla hlutina sem manni langar í. Virkar líklega fínt á Kanana en sem úthrópaður Íslenskur eyðsluseggur á batavegi, fæ ég bara hroll.

Seinasta auglýsingin var fyrir "Tide" þvottaefni (sem er víst það heitasta í týskuheiminum í dag, ef maður trúir auglýsingunni). Slagorðið fyrir þvottaefnið er: "Your Tide is Showing".

Hmm...

Ég ætla sko ekki að versla þvottefni sem sýnir "flóðið" mitt. Þess vegna notar maður nú þvottaefni. Svo að flóðið sjáist EKKI ef slys ske.

Ég er bara svo skrítin...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband