Eins og mamma sín

Okkur Jorrit hefur grunað í nokkurn tíma að Magni væri farinn að líkjast í móðurættina enn meir en áður.

Grunurinn vaknaði þegar við heimsóttum USS Yorktown og lékum okkur að því að lesa af stafaspjaldinu í læknaherberginu þar. Eitthvað komu stafirnir erfiðlega hjá barninu og með miklum andlitsgeflum.

Því miður var lítið hægt að gera í málinu þá vegna blankheita og vesenis en á þriðjudaginn ákvað Jorrit að drífa barnið (og sig) í augnpróf.

Magni var búinn að gefa út ákaflega ákveðna skoðun um gleraugu og augnlækna þannig að við ákváðum að taka hann bara með ferðinni. Augnprófið átti að vera kl 4 og hálf fjögur var hann rekinn í föt (almenn þeas segja, ekki skólabúning) og drifinn út í bíl. Næstum sagt í framhjáhlaupi hvert við værum að fara.

Þetta fór nú allt ágætlega fram. Jorrit fór á undan og Magni gat fylgst með svo ekkert kom á óvart. 

Niðurstaðan kom ekki á óvart: -1,25 á báðum. Magni var ekkert sérstaklega kátur og ég verð nú að viðurkenna að ég fann til með honum. En svona er þetta. Það er einskonar manndómsraun í okkar ætt, fyrsta augnprófið og síðan fyrstu gleraugun.

Brúnin léttist ekki á gaurnum fyrr en við prófuðum bleyk gleraugu með semelíuhjörtum, bara upp á grínið. Eftir það var hægt að skoða gleraugu fyrir alvöru. Fyrir valinu urðu Power Rangers gleraugu.Magni með gleraugun voðalegu.

Í dag fórum við að sækja nýju brillurnar. Þeim var skellt á nefið og svo farið í mollið. Öll fýlan og allur mótþróinn yfir gleraugunum dugði hálfa leiðina yfir bílaplanið (við gleraugnabúðina) því þá var hann orðinn of upptekinn af því að horfa í kringum sig.  Í mollinu valdi barnið sér shake alveg sjálft, en það hafði verið vitavonlaust án gleraugna. Hann fann líka tölfuleikjaverslun á upplýsingaspjaldinu af 3ja metra færi. Og svo horfði hann og horfði.

Svo græddi hann Lego, Batman PSP leik á öllu saman...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur þessi strákur og flott gleraugu.

Þú finnur muninn Magni minn að sjá nú betur í kringum þig. 

Kveðja úr Hrísateignum.

Afi (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 10:44

2 identicon

Hann er svo fullorðinslegur með þessi gleraugu (jú ókei, hann gæti verið með power rangers en það sérst ekkert rosa vel á myndinni)! Og mér finnst eiginlega ekkert óeðlilegt að sjá hann með gleraugu eins og er oft fyrst...

Ragna (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 12:06

3 identicon

Okkur finnst Magni mjög flottur með nýju gleraugun.

Kveðja Jóa og Viktor.

Jóa (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband