Fattarinn

Ég viđurkenni alveg ađ ég er stundum ađeins út á ţekju. Svolítill bjöllusauđur eins og Lísa í Skógahlíđ orđađi ţađ í denn.

Ţannig er ţađ alveg happa og glappa hvort ég skilji sumt grín og hafa skapast nokkur vandrćđileg augnablik í fortíđinni ţegar ég hef tekiđ eitthvađ alvarlega sem var bara ćtlađ sem spaug.

Langi fattarinn verđur líka til ţess ađ stundum smellur merking hlutanna saman á óheppilegum tímum, eins og í svefnrofanum á kvöldin. Ţađ er náttúrulega óţolandi. Ađ vera á leiđ inn í draumalandiđ og svo; bang! Tenging kemst á og mađur getur ómögulega sofnađ fyrir hugstrumpinu. Merkilegt er ađ ţetta kemur sárasjaldan fyrir mig á morgnanna, svona til ađ hjálpa mér á fćtur. Neinei, bara á kvöldin.

Óskup vildi ég ađ ţessi fattari vćri heldur styttri ţannig ađ ég gćti svarađ fyrir mig á stađnum. Í stađinn fyrir ađ liggja kannski í rúminu klukkan hálf tvö á nóttunni semjandi svör sem áttu viđ kl níu kvöldiđ áđur. Ţó ţađ vćri ekki nema vegna ţess hvađ ţađ myndi bćta svefninn hjá mér!

Skítt međ ađ vera hnittinn og fylgin sér! Eđa ná ađ mála annađ fólk inn í horn ţegar ţađ hefur hugsanlega talađ af sér!

Bara ađ fá svefnfriđ!! Gasp

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

óvuð hvað maður kannast  allt of vel við svona...

Ragna (IP-tala skráđ) 5.12.2006 kl. 17:01

2 identicon

jú jú þetta hringir einhverjum bjöllum, svo það eru líklega fleiri bjöllusauðir ;)

Álfhildur (IP-tala skráđ) 5.12.2006 kl. 20:28

3 identicon

Veistu, ég er alveg viss um að Lísa á það ennþá til að tala um bjöllusauði... Annars hef ég lent í þessu líka, reyndar er það oft þannig að einhver segir eitthvað og þá kemur perfect moment fyrir mig að segja eitthvað nema það rennur hjá og svo augnabliki seinna fatta ég hvað ég átti að segja, en það virkar ekki lengur að segja það því að augnablikið er farið.

Edda Rós (IP-tala skráđ) 5.12.2006 kl. 23:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband