Dagur mínus 5

Það var smá útréttingadagur í dag.

Við þruftum að fara í skólann hans Magna til að ná í pappírsdótið hans. Einnig var nauðsynlegt að kíkja í gleraugnabúðina því að gleraugun hans Magna höfðu orðið fyrir óhappi og vantaði að setja einn púða á sinn stað. Svo vantaði mér brjóstahaldara. Við (ég og Jorrit, við skulum ekki blanda Magna í þetta mál) höfðum frétt af sérstakri búð með svoleiðis dulítinn spotta til suðurs. Og svo auðvitað þar sem fólk var að gera svona leiðinlegt, kíkja aðeins í GameStop.

Við byrjuðum á Gleraugnabúðinni. Eða reyndum það því að í glugganum var stórt hvítt spjald sem sagði frá því að augnlæknirinn væri fluttur og það væri hægt að panta tíma í síma blabla. Ekkert heimilisfang. Hins vegar var lítill bleikur miði á hurðinni sem stóð á bankruptcy og eitthvað annað lagamál sem við lásum ekki.

Oh, well, annar lítur í duft í kreppunni. Leiðinlegt samt fyrir hjónin sem ráku búðina. Þau virtust vera ágæt.

Það var lítið hægt að gera þarna svo við fórum bara í skólann í staðinn. Það voru ekki lokaðar dyr. Skrifstofufólkið næstum knúsuðu Magna og lofuðu hann í hástert. Aðstoðaskólastjórinn hann Mr. Baer (borið fram eins og Bear) kom og kvaddi Magna og okkur. Alveg indælis fólk og við munum sakna þeirra svo sannarlega.

Á leiðinni út sagði Magni frá því að Mr. Baer (sem er í miklum metum hjá krökkunum) hafði svarið þess dýran eið að lita hárið á sér fjólublátt á seinasta skóladaginn ef 5. bekkingum gengi vel á FCAT. Og það gekk eftir. Krakkarnir sem voru hæstir á prófinu fengu eina skrifstofudömuna í lið með sér og lituðu hárið á kallinum. Svo fór hann í hverja stofu til að sýna krökkunum. Magni var agalega ánægður með þetta framtak.

Eftir þetta fórum við í Miami International Mall og fundum þessa hræðilegu brjóstahaldarabúð. Á meðan ég mátaði miskunnaði Jorrit sig yfir barnið og þeir fóru í GameStop og fundu PSP leik. Hann má reyndar ekki spila fyrr en á Mánudaginn en samt...

Núna liggur það helst fyrir okkur að reyna að losna við sem mest af dótinu okkar því að það er svo dýrt að senda það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta finnst mér kúl skólastjóri :-)

Minn ætti einmitt að lita hárið á sér fjólublátt, það væri nefnilega geggjað töff því að hún er pínulítil (og örugglega ekki meira en 40kg) og með risastórt hvítt krullað hár.

Annars heldur Hrafnkell því fram að hann muni eftir Magna Stein, sagði í morgun "mannstu mamma þegar Magni Steinn kom í heimsókn til að leika við mig? Mamma Magni Steinn er risalega (haha hann segir það alltaf í staðinn fyrir rosalega) risastór og ég er bara smá risastór"

Við ætlum nefnilega að einbeita okkur að því hvað verður gaman að fara til Íslands núna þegar Doddi er farinn til Noregs

Edda Rós (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 12:54

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Ég sé skólastýruna alveg fyrir mér, svona eins og teiknimyndafígúra.

Ég held að Hrafnkell sé eitthvað að ruglast ef hann heldur að ég sé risalega stór en hann verður bara að meta það í haust

Elva Guðmundsdóttir, 11.6.2009 kl. 19:27

3 identicon

Neibb ekki þú kjáni heldur Magni Steinn, lestu setninguna aftur og hægt ;-)

ég hefði kannski átt að setja kommu eftir mamma

Edda Rós (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 21:04

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

LOL, já auðvitað, hvernig læt ég

Elva Guðmundsdóttir, 11.6.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband