Hækkaður græjustuðull heimilisins

Við Magni fórum á Eyrina í dag. Hittum þar fyrir Valdísi og héldum svo í eyðsluferð.

Valdísi vantaði reyndar eina flúrperu sem hún fann í Byko. Ég fann örbylgjuofn í Byko Happy. Slíkt tæki hefur ekki verið til heima hjá mér árum saman, ég er alltaf að bíða eftir hinum fullkomna örrara, sem ég sá svo í dag. Ódýr, hvítur og lítill!

Ástæða ferðarinnar var samt sú að fjárfesta í síma. Ég hef tekið eftir ýmsum furðu uppátækjum hjá gamla Nokia s.s. að læsa sér með ógnarhraða þannig að ég kemst nánast ekki í símnúmeralistann í honum hvað þá meira. Annað er að kveikja á ljósinu á undarlegustu stundum og slökkva svo seint og um síðir á því. Svo frýs hann gjarnan þegar ég skoða SMS, kom vel í ljós á áramótunum.

En allt þetta er hægt að lifa með, amk um tíma, ef ekki væri það að Nokia gamli er hættur að gagnast almennilega til þess sem er kjarni tilveru hans: sem fjarskiptatæki. Hann hefur gert það nokkrum sinnum upp á síðkastið að slíta samtölum upp á sitt einsdæmi. Fyrst gerði hann þetta bara við einn síma, sem vill svo til að er sömu gerðar og hann sjálfur. Þannig það var ekki gott að vita hverjum væri um að kenna. Og kannski var Nokia bara að hinta að því að eigandi hans gæti nýtt tíma sinn betur en að blaðra endalaust við hinn aðilann. Woundering

En svo færði Nokia sig upp á skaftið og sleit símtali við annan síma. Það hefði hann ekki átt að gera (og bæta svo öllum hinum stælunum við) því nú er kominn inn á heimilið nokkur Sony Eirikson frá Svíþjóð (á sennilega japanska móður) sem mun nú taka við af Nokia frá og með deginum á morgun.

Húrra fyrir því!! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband