Krass, búnk, bang!!

Það hefur verið agalega fínt veður hérna seinustu daga. Sól og logn og frosts. Vegna þess hvað sólin er orðin hátt á lofti er nú hægt að sjá almennilega dagsveiflu í hitamælingum -10 til +2 til -15 frá morgni til kvölds. Inni er það auðvitað 23 til 35 til 23 (allt í plús) og menn ganga um berir niður í beltisstað.

Öll þessi sól hefur vakið upp einhverja sumardrauma í sumum því drengurinn í næsta húsi náði að skjóta gólfkúlu yfir húsið sitt og í einn af gluggunum á stofunni minni. Ytra glerið er nú með all glæsilegu gati og það sér smá á innra glerinu. Ég þakka bara kærlega fyrir að kúlan hafði sig ekki inn á gólf. Ég býst sko við almennilegu Mývesku frosti í kvöld. Það verður nægilega kalt að hafa einfalt gler.

Magni er að gera tilraunir. Hann setti góðan slatta af soyjabaunir í bleyti í gær og dreyfði þeim svo á undirskálar. Nú á að kanna áhrif vatns á spírun. Ég vona bara að baunirnar séu ekki forsoðnar eða eitthvað.

Hérna er mynd af tilrauninni:007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður fróðlegt að fylgjast með tilrauninni. Þú verður að skrá framvinduna á síðuna. Annars er allt gott að frétta. Við búum ekki langt frá Engvej á Amager. Gatan heitir Birnevej. Við erum búin að fara í dýragarðinn og á Bakken. Í dag fórum við í Fields og á morgun ætlumvið að passa litla gaur meðan foreldrarnir eru að stússast og læra og Ragna ætlar að læra eitthvað. Í dag er búið að snjóa og hríða, leiðinlegt veður.

mamma (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, mér minnti að Carlsberg verksmiðjan væri ekki langt frá Engvej. En leiðinlegt að sunnlenska vetrar veðrið hafi fundið ykkur þarna úti en minnkar aðeins öfundina hjá okkur. Ykkur er samt sárt saknað. Við Valdís ætlum nú samt að reyna að bera okkur vel og gera það besta úr ástandinu

Elva Guðmundsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:47

3 identicon

Hehe, smá misskilningur. Við búum rétt hjá Carlsberg, sem er í Vesterbro (og við í Kng. Enghave, en mamma og pabbi eru niðrá Amager. Hinvegar er gata rétt hjá Carlsberg sem heitir Enghavevej.

Edda Rós Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Ah, já, ég hef aldrei getað ratað í þessari borg
 

Elva Guðmundsdóttir, 19.3.2008 kl. 17:39

5 identicon

Hvernig ganga tilraunirnar hjá Magna Steini? Segðu honum að amma hafi fengið að busta tennurnar hans Hrafnkels Myrkva bara út af því að amma hefði fengið að busta tennurnar hans Magna Steins frænda hans.

Annars það er drullukalt í Köben og það snjóaði í nótt og það kom él í kvöld. Þegar við löbbum úr metrónum þá er svo mikil viðarbrunalykt í loftinu að við hugsum heim í Hrísateig og sjáum heitapttin og kamínuna í hyllingum. Hvernig er það er Magni búinn að fá páskaegg? Knúsaðu kallin frá ömmu.

mamma (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 22:24

6 identicon

Mig langar til að lesa meira um ykkur... Kannski þú ættir bara að fá Magna Stein til að blogga fyrir þig

Edda Rós (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband