Bara fyrir Eddu Rós!

Ég er svo löt þessa dagana að það er engin hemja. Það er alltaf kalt og vetur og hver nennir að róta sér í svoleiðis?

En mér tókst loksins að bera Skuggakónginn ofurliði í fyrradag. Eftir gríðarlega baráttu og miklar einræður (vondukallar sko) þá náði ég að hjakka skepnuna niður í furðu miklu næði. Mæli með að spila munk.
 
Tilraunin hans Magna fór út um þúfur því að sojabaunirnar reyndust vera geldar. Svo núna erum við að reyna við poppmaís og lofar hann góðum árangri. Drengurinn þarf bara að muna eftir að vökva.
 
Framtíðarplönin eru smásaman að skýrast en engar dagsetningar á hreinu ennþá.
 
Núna ætla ég að vinda mér í kvöldmatinn, hamborgarar er það heillin! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, takk fyrir mig. Ég er samt viss um að fleirum finnst gaman þegar er eitthvað nýtt hérna...

Edda Rós (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 19:09

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já þar hefurðu örugglega rétt fyrir þér en þú sýndir frumkvæðið

Elva Guðmundsdóttir, 1.4.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband