Kjaftasögur

Ég er eins og flestir aðrir; svo heppin að heyra ekki kjaftasögurnar sem ganga af sjálfum mér. Ég geri samt fastlega ráð fyrir að það hljóti einhverjar að vera á sveimi. Annars væri ég nú aldeilis að klikka á þessu Cool

En ég held að ég hafi heyrt enduróminn af einni um daginn.

Ég var að vinna við að koma á jólasveina-kaffinu sem var um helgina ásamt nokkrum öðrum konum. Börnin okkar voru á fullu við að nýta sér til hins ýtrasta plássið í Skjólbrekku og voru orðin rjóð í kinnum og heit. Ein konan horfir allt í einu á son minn hugsi og spyr svo: "Er þetta strákurinn þinn?" Ég gengst við barninu, enda er ekki slæmt að vera móðir þess. "Nú, er hann hjá þér?" dettur upp úr henni. Ég horfi aðeins á hana og segi "já, auðvitað". "Og er hann í skólanum hér?" gat hún ekki stöðvað sig í að segja, en þá var greinilegt að henni fannst hún vera komin í öngstræti. Ég ákvað að bjarga málum og útskýrði að barnið hafi eytt nánast öllu sumrinu hjá afa og ömmu en væri núna þar sem hann ætti að vera, hjá mér.

Ég velti því fyrir mér hvort að sagan væri á þá leið að ég ætti nú barn það byggi annars staðar? Það væri kannski skýringin á því af hverju ég væri aldrei heima um helgar, að heimsækja barnið. Ég er nú aldeilis vonda konan. Læt aðra um að ala afkvæmið upp á meðan ég skemmti mér við að hrella Mývetninga!

Góð saga. Gallinn er bara þessi stuttlungur sem gengur á 0,1 km hraða úr skólanum yfir í Mývatnsstofu á hverjum virkum degi Devil

Annars á stuttlungurinn afmæli á morgun og þar sem 6 afmælisdagar eru ekki nóg til að fá nóg af afmælum verður veisla. Afskaplega verð ég fegin þegar hún verður afstaðinn Sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband