Grill

Núna rignir svona fínt fyrir utan hérna. Von á þrumuveðri á eftir. Slær kannski aðeins á hitann sem er núna í 31 °c.

Seinusta vika hefur verið nánast eins blaut og allur febrúarmánuður svo það er greinilega vor í lofti.

Á sunnudaginn  var okkur boðið í grill hjá nemanda Jorrit, honum Elio.

Elio er kúbanskur flóttamaður sem hafði lært flugvirkjun í Rússlandi og hefur núna undanfarið verið að sanka að sér prófum sem flugmaður. Hann hafði heitið því að bjóða kennurunum sínum í grill þegar hann væri búinn að ná prófunum og það hafðist loksins um daginn.

Elio býr rétt suðvestan við miðju Miami þannig að ferðalagið var þónokkuð eða einar 25 mílur. Hann hafði líka boðið norskum flugkennara og nokkrum öðrum normönnum.  Þar sem við erum svo rík að eiga hana Charlene (Mio) fengu nojararnir að elta okkur í gegnum borgina.

Það var aldeilis gaman að koma inn á svona "alvöru" heimili eins og Elio og konan hans hafa búið sér til. Eitthvað annað en berrassaða íbúðin okkar Jorrits eða flóttamannabúðirnar sem Andes býr í fyrir ofan okkur þar sem allur húsbúnaður samanstendur af borði og 4 stólum. 

Konan hans Elio er frá Kólombíu og bera innréttingarnar töluverðann keim af því. Einnig virðist maðurinn vera svona þúsundþjalasmiður. Eldhúsið hannaði hann og er það alveg æðislegt. Svo er hann búinn að breyta og bæta hitt og þetta í húsinu.

Hjónin eiga 1 son, hinn 4ra ára Daníel. Honum leyst takmarkað á þessa bláeygðu útlendinga en Magni vann þó á á endanum og þeir dunduðu sér alveg helling, þrátt fyrir aldursmuninn.

Maturinn var líka alveg fínn. Grillað naut að Argentínskum hætti, spænskar blóðpylsur og agalega góð svínarif með brauði. Normennirnir kættust töluvert yfir því magni af áfengi sem var til í húsinu en Elio hafði innréttað fullorðinn bar í sólstofunni.

Eitthvað kunnulegt þar.

Magni reiknaði út um daginn að hann væri núna búinn að vinna sér inn fyrir lego dverganámu. Hann er búinn að þjást töluvert seinustu daga vegna þess að við höfum ekki viljað fara í Toys'r'us af ýmsum ástæðum. Það sem hann vissi ekki var að á sunnudaginn laumuðumst við í búðina (hann nennti ekki með) og versluðum pakkann. Komu því bara ekki við að afhenda hann fyrr en núna áðan. Svo núna standa yfir miklar byggingaframkvæmdir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kúbanskur flóttamaður, lærði flugvirkjun í Rússlandi og flug í USA... maðurinn er held ég mest svalur!

Valdís (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:27

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Jebb, hann er það

Elva Guðmundsdóttir, 31.3.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband