Færsluflokkur: Tónlist

Vikan og þakkir

Nú er ein enn vikan flogin hjá.

Við Magni skreittum aðeins á mánudaginn, Jorrit til mikillar skelfingar... Ég fullvissaði manninn um að ég myndi ekki setja jólaskraut í hjónaherbergið og þá róaðist hann nokkuð.

Við fórum á "bókamarkað" á miðvikudagskvöldið á vegum skólans í Barnes and Noble. Það var ágætt. Magni græddi eina Capt. Underpants bók, á nú allar bækurnar annað hvort á ensku og íslensku. Ég hef nú eina enn ástæðuna til að labba þessar 2 mílur í Pembroke Lakes Mall. Cool

Einn froskurinn slapp á undarlegan hátt í gær, eða fyrradag. Þegar bara 2 mættu í daglega mataraæðið í gærkvöldi var það greinilegt að það voru 2 froskar í búrinu. Enginn eðlilegur grár trjáfroskur sefur af sér hrúgu af iðandi og skoppandi krybbum í nágrenni sínu. Fram að því hefði einn getað verið óvenju góður í að fela sig þennan daginn.

En ein og svo oft áður sveik eðlið flóttafroskinn því að þegar Jorrit kom heim í gærkvöldi fannst skopparinn við Krybbubúrið. Hann var afskaplega pirraður og svangur. Horfði þarna á óteljandi (fyrir frosk, í raun svona 5-10) feitar og lokkandi krybbur alveg við nefið á sér. En þær voru í einhverskonar orkusviði því að í hvert skipti sem hann hafði miðað fullkomlega á eina hitti hann á einhvern vegg eða fyrirstöðu í miðju stökki. Ömurlega pirrandi.

Það var áfall að lesa það í morgun að Rúnar Júl hefði látist.

Ég held að minningin um þegar hann, með fullþingis konunnar sinnar, söng fyrir mig í gæsuninni minn, sé ein af þeim mögnuðustu sem ég á. Þau voru svo æðislegt þarna hjónin og sungu "Þú ein" svo afskaplega vel saman.

Ég þakka bara fyrir mig og sendi samúðarstrauma til Maríu og fjölskyldu.


Tónlistarfríkið ég

Ég gerðist smá eyðslusöm á sunnudaginn og fjárfesti í Rokkland 2006. Það var eiginlega fyrir eitt einasta lag sem lokkaði mig: "Born Slippy" með Underworld sem er á B-diskinum. Hin 37 lögin voru eiginlega bara bónus. Cool

Að sumu leiti upplifi ég lög eins og karlmenn. Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvaða lög höfða til mín og hvaða lög ekki. Hvaða tónlist mér finnst skemmtileg, falleg, góð. Og svo eru það lögin sem ég kolfell fyrir, svona ófyrirséð. Ég man t.d. eftir þegar ég fattaði að ég fílaði eitthvað Spice Girls lag í botn (man nú ekki lengur hvaða lag það var). Þvílíkt áfall!! Gat nú varla verið þekkt fyrir að falla fyrir Spice Girls! Blush

Ef "Born Slippy" væri gaur, væri það einn af þessum nett ófríðu náungum sem ég á það til að skjóta mig í. Þessir sem eru einhvern veginn ómótstæðilega ruglaðir í kollinum. Enda er lagið (eða amk textinn) víst samið í ölæði sem kemur ekkert á óvart. Það nær eitthvað svo vel tilfinningunni að vera dauðadrukkin og hafa veröldina eins og hún leggur sig á fleygiferð í kringum hausinn á sér. Sick 

Tilfinning sem ég hef, sem betur fer, ekki upplifað í dálítinn tíma.

En eftir þessa fjárfestingu held ég að ég sé nánast búin að hlaða inn í tölvuna mína öllum uppáhalds lögunum mínum á seinasta ári. Sem hefur ekki komið fyrir áður. Ég verð byrjuð að þræða tónlistahátíðirnar ef svona heldur áfram, á gamals aldri.

Annars eru þetta alveg frambærilegir diskar, sérstaklega diskur B. Smile

 


Bernskunnar jól

Ég fór á Túpilakkana í Skjólbrekku í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á heila tónleika með þeim en ég hafði orðið svo fræg að sjá til þeirra á mærudögum í sumar.

Þau voru bara algerlega frábær! Svo einfalt var það!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband