Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Stig 3

Jæja, núna er eitthvað að gerast! Ég og MSÞ eru komin með einhver númer sem eru víst nauðsynleg til að geta fengið landvistarleyfi í BNA.

Í dag hef ég verið önnum kafin við að pirrast á útlendingaeftirlitsbatteríinu vestur í hreppum. Auðvitað þarf maður að fylla út endalaust af eyðublöðum og veseni, þó líklega bara til að sanna það að manni langi alveg rosa, rosa, rosalega til að búa í landi hinna frjálsu og hugrökku.

Nú hefði ég haldið að ástæður fyrir öllum eyðublöðunum væru að fá upplýsingar um umsækjendur (svona ef þeir ætluðu að drepa forsetann eða eitthvað). En miðað við þessi eyðublöð getur það varla verið satt. Því að á sumum þeirra er lífsins ómögulegt að koma umbeðnum upplýsingum til skila á skiljanlegan hátt, amk fyrir fólk sem er ekki algerlega innvinklað í Íslenska staðhætti.  Til dæmis verða yfirlesendur að vita hvar Suðurlandsbraut 24 er sem og Hafnarstéttin, því það var ekki pláss að skrifa "Reykjavík" og "Húsavík" á eftir þar sem beðið var um heimilisföng. Kannski hefði ég átt að skrifa bara Reykjavík og Húsavík? Svo verða þeir að láta sér lynda eftirnafnið Þorvarðardó.

Ég er líka guðs lifandi fegin að ég hafi ekki brugðið mér í Evrópureisu seinustu 10 ár því þá hefði verið gaman að koma landaheitunum fyrir nema í skammstöfunum. Danmörk x4 og Noregur x1 fer langt með að fylla plássið sem var gefið fyrir þennan lið.

Ef ég hefði verið félagsmálafrík hefði sá liður verið ansi skemmtilegur fyrir kanana. Allar íslensku skammstafirnar! Og ekkert pláss til að útskýra hvað SUNN þýðir eða eitthvað annað skemmtilegt.

Ég verð bara að segja það: Það eru um 300 milljónir manna í þessu landi og þetta var það besta sem þau gátu gert? Eiginlega svolítið sorglegt. Er svona ömulegt að vinna hjá Ríkinu þarna fyrir vestan?

Ég vona bara að mér verði ekki neitað um landvistarleyfi vegna þessara andbandarísku skrifa en ég meina þetta á besta hugsanlega hátt.

Og ég vona að heimavarnarskrifstofunni beri sú gæfa að verða sér út um tölvukunnáttufólk sem fyrst! Amk einhverja sem kunna ágætlega á exel. Fínt ef þeir þekktu líka til internetsins og svolleiðis...


Gömul saga og ný

Magni fékk að fara heim með vini sínum eftir skóla í dag. Þetta var þaulskipulögð heimferð. Menn ætluðu sko ekki að lenda í sömu vandræðum og seinast!

Ég var alveg hæfilega dugleg í vinnunni, finnst mér. Kláraði eina skýrslu og byrjaði aðeins á næsta verkefni.

Eða ég hélt að ég hefði klárað skýrsluna. Fékk svo einn feitann tölvupóst sem gekk illa í póstforritið. Þegar það fór á hliðina vildi það ekki opnast aftur svo ég ákvað að gera það sem er alsherjar lausn míkrósoft-notandans; endurræsa gripinn.

Eitthvað var undirbúningur undir endurræsingu undarlegur (og ef út í það farið ýmislegt annað klukkustundirnar á undan) því að allar fíniseringarnar á skýrslunni voru hvergi sjáanlegar. Alltaf jafngaman af því!Pinch

 Hefði eiginlega átt að fara á Eyrina í dag en... æji... langt og svoleiðis.... og svo var það alltaf skýrslan góða!


Ég og tölvur!!

Fékk net í dag. Mikil gleði!!

Eða þangað til að ég fór að reyna að fá Dellu til að gera eins og ég vil.

Della er með einhverja install-veiki þannig að hún hagar sér vægast sagt furðulega og vill ekki uppfæra vírusvörnina Angry

Ég er reyna að útskýra fyrir henni að það sé ekki hollt fyrir miðaldra tölvur eins og hana að vera í samfélagi annara tölva án þess að vera með veikindavörn en hún er með einhverja uppsteit.

Það er nokkuð ljóst að tölvu-snillingarnir sem ég þekki fá símtal á morgun.

Svo það var ekkert MSN í kvöld né nokkurt annað fjarskiptatengt að neinu viti.

Vonandi varð þetta ekki til þess að opinbera myndin af mér (sem mér finnst svo falleg Sick) hafi farið eftir möskvum internetsins alla leið til Hollands.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband