Færsluflokkur: Sjónvarp
Honey, you'r living on a spaceship
28.1.2009 | 21:34
Við Jorrit höfum komið okkur þeim vana að horfa á illa fengna sjónvarpsþætti á kvöldin. Það er að segja ef Jorrit er búinn í vinnunni á skikkanlegum tíma.
Við tókum smá CSI rispu og svo NCIS. Síðarnefndi þátturinn er reyndar vikuleg stund núna þegar við höfum náð í skottið á honum. CSI er með of mikið forskot ekki nægan sjarma til að við höfum haft það af að klára þá.
Svo var ég að lesa þetta blogg einn daginn og þar var minnst á si-fi þætti sem mér þóttu nokkuð áhugaverðir; Firefly.
Ég vélaði svo bónda minn á mitt band og við byrjuðum að horfa. Það kom í ljós að þetta eru bara hinir bestu þættir og ég syrgi það alveg gríðarlega að það voru ekki framleiddir fleiri. Enda hafa þeir unnið til allskonar verðlauna og það var gerð mynd og hlutverkaspil (höfundur engin önnur en Margaret Weis) og allt. Einhvers staðar voru þættirnir kallaðir bestu þættir sem hafa verið slaufaðir (cancelled, fann ekki betra orð) af í sögu sjónvarpsins.
Ég hugsa að við munum gera eign okkar á þáttunum löglega áður en langt um líður
Ég mæli innilega með þeim:
Sjónvarp | Breytt 29.1.2009 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)