Ísnálar
19.1.2007 | 12:50
Eftir að ég fumblaði á suvival á þriðjudaginn og sendi eina afkvæmi mitt út í 20 gráðu frost sá ég nauðsyn þess að versla hitamæli (+5 á tjékkið). Hitamælirinn var settur upp í gærkvöldi og sýndi - 12°c þegar ég fór að sofa.
Annað sem ég gerði í gær var að fara í klippingu. Ég hafði fyrir því að skoppast í bakaríið áður en kom að henni og fjárfesta í snúð til að múta maganum með. Svo nennti ég ekki að borða snúðinn en fékk mér da Vinci Kaffi í staðinn. Svo þannig fór að ég kroppaði í smá kex kl hálf tvö en náði svo ekki að borða meira fyrr en heim var komið. En þá var mallinn alveg kominn í baklás og náði ég varla að sleikja fýluna úr honum fyrr en um 11 leitið þegar ég lét undan og fékk mér flóaða mjólk. Þá mátti ég náðansamlegast sofna.
En í dag hefur allt gengið ágætilega. Frostið var í tæpum 8 gráðum, snjókoma og þessar laglegu ísnálar á öllum sköpuðum hlutum. En þær fara ekkert í taugarnar á mér, nú þegar ég er búin að læra á að láta bílinn bræða af sér áður en lagt er af stað. Ekki ökönómíst en mmm þægilegt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.