Að tapa til að græða?
25.1.2007 | 16:36
Hljómar betur þannig...
En þessi orð fengu huga minn til að reika. Ég samdi alveg æðislega frábæra bloggfærslu um hvort ég væri kannski að haga einkalífinu svolítið á þennan hátt. Með því að láta ekki eftir mér suma hluti sem hugsanlega væru skemmtilegir í núinu en myndu ekki borga sig í framhaldinu.
Svo fór ég heim í bólið og bloggfærslan fina sveimaði hausnum á mér.
Þegar ég vaknaði í morgun höfðu draumar næturinnar hrakið hana á brott en pælingin hafði setið eftir.
Það er náttúrulega augljóst mál að það er mjög mismunandi hvort ég fell í freistingar, svona eftir því hver freistingin er. Til dæmis féll ég auðveldlega fyrir súkkulaði enda hefur það svo litlar neikvæðar afleiðingar, til skamms tíma litið, að borða smá súkkulaði miðað við jákvæðu afleiðingarnar. Svo er ég búin að missa þráðinn á milli orsök og afleiðingu þegar kemur að því að troða sér í buxurnar daginn eftir. Þegar ég stend frammi fyrir freistingum að öðru tagi eins og núna um helgina þá virðist vera auðveldara að halda sig á beinu brautinni. Og það þó að jákvæðar skammtíma afleiðingar séu gríðarmiklar. Kannski út af því að ég mikla svo fyrir mér neikvæðar langtíma afleiðingar (sem merkilega oft hafa líka eitthvað að gera með að klæða sig í buxurnar daginn eftir).
En kannski var helsta ástæðan fyrir að dúndurgóða bloggfærslan lifði ekki nóttina sú að í myrkinu í morgun lá það svo skýrt fyrir að málið snýst ekkert um freistingar heldur þolinmæði og vinnu. Og hafa skýr markmið.
Hmm.... æji freistingarnar eru miklu skemmtilegra umræðuefni.
En það má velta því fyrir sér hvenær ég hugsa til dæmis svona: Ok, nú fer ég og skokka 3 km (mér finnst leiðinlegt að skokka inni) og lyfti einhverju þungu amk 5x í viku og eftir 3 mánuði munu buxurnar mína vera víðar og góðar plús að ég kemst upp á Hverfjell án þess að andast á leiðinni.
Það skeður nú ekki voðalega oft.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.