Inn í 21. öldina

Það er merkilegt hvað kona getur afrekað þegar hún hefur hæfilega góða gulrót... eða bara orðin nægilega leið á sjálfskapaðri einangrun. Það er nefnilega spurningin... var það jákvæð eða neikvæð umbun sem fékk mig til að hringja í Skýrr til að græja net heim... loksins?

Hmm... skiftir ekki máli í raun en áhugaverð pæling.

Svo er það bara spurning hvað það tekur langan tíma að draga Lynghraunið inn í 21 öldina.

Þá verður kátt í höllinni minni. Loksins tækifæri til þess að semja djúpar og kjarnyrtar greinar á bloggið (svona eins og þær sem ég samdi á gamla blogginu mínu  þegar ég var með netsamband heima *tíst*). Svo get ég loksins einbeitt mér að því að semja ævintýri fyrir stuttlungana og bara misst mig í að skoða þessar og hinar æsandi síður, ss d20 og wizards. Devil

Ég verð bara að finna góða leið til að leyna Magna Stein þessari nýung á heimilið. Ég held að það takist í svona...10 mínútur. Eftir það verður það víst að vera svakalegu uppeldishæfileikarnir mínir sem bjarga barninu frá netfíkn. Ja, eða það að taka Dellu með mér í vinnuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er náttúrulega uppeldisleg áskorun ;) En velkomin til nútímans.

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:58

2 identicon

Velkomin inn í "the century of the fruitbat"... nema það sé komið eitthvað annað núna...

Valdís (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 14:16

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

sennilega væri það öld hagamúsarinnar eða lundans eða einhvers annars þjóðlegs dýrs í þessu tilfelli

Elva Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 15:54

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Nb. hef ekki heyrt frá internetgaurunum ennþá. Hef aðeins spáð í að móðgast ægilega yfir þessari lítilsvirðingu en það fer bara svo mikil orka í slíkt svo ég hætti við

Elva Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband