Ég og tölvur!!

Fékk net í dag. Mikil gleði!!

Eða þangað til að ég fór að reyna að fá Dellu til að gera eins og ég vil.

Della er með einhverja install-veiki þannig að hún hagar sér vægast sagt furðulega og vill ekki uppfæra vírusvörnina Angry

Ég er reyna að útskýra fyrir henni að það sé ekki hollt fyrir miðaldra tölvur eins og hana að vera í samfélagi annara tölva án þess að vera með veikindavörn en hún er með einhverja uppsteit.

Það er nokkuð ljóst að tölvu-snillingarnir sem ég þekki fá símtal á morgun.

Svo það var ekkert MSN í kvöld né nokkurt annað fjarskiptatengt að neinu viti.

Vonandi varð þetta ekki til þess að opinbera myndin af mér (sem mér finnst svo falleg Sick) hafi farið eftir möskvum internetsins alla leið til Hollands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Eeee... hefur þú hugleitt að hætta Dellunni og fá þér  makka???

Haraldur Rafn Ingvason, 7.3.2007 kl. 23:23

2 identicon

Hefurður hugleitt að fá þér aðra mynd? Það má alltaf reynað smella af þér þokkalegri mynd jafnvel þó að þú hafir uppeldislega skildu til að myndast illa til að lífið sé eins vandræðalegt og það hugsast getur fyrir afkvæmið.

Edda Rós (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Haraldur: Della er nú orðin miðaldra (eins og kom fram) svo að sjálfsögðu er ég byrjuð að hugsa fyrir arftaka. Makki kemur sterklega til greina um þessar mundir.

Edda: Stefnan er að skila Magneu ritara (UST) frambærilegri mynd fyrir afmæli en lítið hefur verið um framkvæmdir. Ég var bara að kynnast einni af dekkri hliðum Jorrit. Hann vílar sko ekki fyrir sér að beyta þvingunum til að fá fólk til að vinna hraðar. Ég hefði svosem getað slappað af, auðvitað er það honum til framdráttar að geta framvísað eins góðri mynd af moi og hugsanlega finnst 

En auðvitað er skilda hvers foreldris að vera eins hallærislegt í augum afkvæmana og mögulegt er!

Elva Guðmundsdóttir, 8.3.2007 kl. 09:20

4 identicon

Makka?? Hver nennir að læra á makka þegar flestir nota PC?  En hvað veit ég svo sem.... ekki er ég neinn tölvusnillingur :/

Kveðja frá Nýja-Sjálandinu,

Elva Á.

ps. Gaman að rekast á þig Haraldur :)

Elva Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband