Kæru stubbar...

Nú er enn ein helgin að baki. Helgi nr 5 eða svo taldist okkur til.

Okkur...

Það er nýtt konsept í lífi mínu... amk í þessu samhengi...

Þarf að venjast en ég hef vanist verri hlutum... mun verri. Joyful

En við keyrðum  á Eyrina á laugadaginn; við versluðum, við fórum með Dellu til læknis í Tjarnarlundinn, við borðuðum á Greifanum og við fórum í bíó. Á sunnudeginum fórum við í mat í Hrísateignum og sóttum barnið í pössun.

Sem sagt söguleg helgi.

Annars var búðarferðin ágæt, heimsóknin í Tjarnarlundin of löng vegna alltof skemmtilegra partýfara, pitsan lala (gleymdi vonda peppiróníinu á Greifanum) og "Songs and Lyrics" var fín. Ekki of væmin og myndbandið í byrjun er alveg óborganlegt. Hugh Grant er þó orðinn alveg svakalega krumpinn.

Sunnudagsmaturinn var eins og búast mátti við.

Og þó að það hafi verið ljúft að skíða upp í bólið mitt í gærkvöldi og hafa allt þetta pláss bara fyrir mig þá saknaði ég þess að vera ekki lengur í fleirtölu.

Ætli ég verði ekki að viðurkenna að mér er náð... Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe já ég vona að Della greyið hafi ekki orðið mjög mikið verri eftir með-í-ferðina hjá Tölvunarfræðingnum.  Var annars gaman að hitta ykkur ;)

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Kristján

Bara aðeins að kvitta fyrir mig hérna  Samt bara að spá hvernig þú fórst að því að skíða í bólið í gærkvöldi, er svona mikill snjór innanhúss við Mývatn?

Kristján, 12.3.2007 kl. 18:36

3 identicon

hmm, já 'Við´ og ´Okkur´.  Nýtt hugtak (konsept, tssk tssk. En ég er kanski meira íslenskt en íslendingarnir sjálfir) fyrir mig líka, en maður er aldrei of gamalt til að læra eitthvað nýtt (t.d Star Wars Lego á PS og fallbeygingar, í mínu tilfelli. Og ekki gleymast, læra hvar og hvernig að skrifa og segja D, T, Þ eða Ð :-).

@Tryggvi: Hún var ekki að treysta læknirsmeðferð samt, og er búin að géra öryggisafrit. Og svo er mjög hugsanleg að Dellan kemur til Akureyrar aftur fljótlega, ef ég má giska á því. Láta bara tæma og settja allt upp á ný. Nema ef hún platar mig í að géra það. ;-)

Skíða upp í bólið? hmm, sammála Kristján hér. Hvernig fórstu að þessu? Gleymðirðu að loka gluggana?


Vel á minnst, pítsan þín var ekki lala, var að borða afgangin og fannst ekkert að. Smekksatriði kanski. Nautabanadæmið hins vegar fannst mér einmitt lala.

Jorrit (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Lol, ein smávægileg innsláttarvilla hjá minni átti auðvitað að vera skrÍða í rúmið. Ekki mikil skíðamanneskja hvort sem er.

Við verðum bara að fara á Plaza næst (eða hvað sem staðurinn sem pizza67 var heitir) þar er góð eldheit pitsa handa mér  og örugglega eitthvað sniðugt handa þér

Elva Guðmundsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Kristján

Gerði nú ráð fyrir því, mátti til með að stríða þér aðeins

Kristján, 13.3.2007 kl. 09:15

6 identicon

Gaman að heyra að ég er orðin að við. Til lukku með það :)

 Cheers from Down Under!

Nafnan (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 10:14

7 identicon

Og þá er bara spurningin: Ertu byrjuð að undirbúa hann fyrir karaktergerð?

Edda Rós (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hehe... Ekki ennþá, en mér sýnist að maðurinn sé í áhættuhóp fyrir hlutverkaspilafíkn svo ég held að þetta sé bara tímaspursmál

Elva Guðmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 11:34

9 identicon

'í áhættuhóp fyrir hlutverkaspilafíkn´, sko. Að ég er að taka upp bók úr ´Dragonlance´ seríunni á meðan þú ert að bladra í símanum, þýður ekki að mér finnst gaman að fara í fatasíuheimurinn, heldur að mér leiðist. Og ég byrjaðu ekki á bókinu fyrr en eftir ég var búinn að prófa nokkrir aðferðir til að ná athyglinu þínu.
Að ég er stoltur eigandi Discworld seríuni (takk Edda, fyrir að smitta mig) hins vegar má benda á smá þörf fyrir frákvörf úr þessi hnötlega heimur ;-)

Jorrit (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband