Vorboðar

Núna er sól byrjuð að hækka almennilega á lofti.

Þetta finnst heima hjá mér með því að ef það er nokkur smuga fyrir sólina að skína inn er 30 stiga hiti inni! Amk ef ég gríp ekki til verulegra ráðstafanna. Það telst td vera verulegar ráðstafanir að opna glugga í stofunni því að þeir eru upp undir þaki og ég þarf að klifra. Afskaplega virðulegt!

Ég bíð spennt eftir sumrinu í þessu húsi. Woundering

Svo var að koma tilkynning frá skólanum um það að frá og með mánudeginum væri bara sund hjá börnunum. Ef það er ekki vorboði þá veit ég ekki hvað!!

Þetta þýðir líka að ég verð að neyða sjálfa mig til að fara að skipuleggja vor og sumar. Ekki það að nú finnst mér alveg nóg að plástra þarnæstu helgi saman svo að allir aðilar sleppi heilir frá henni.

En það reddast, eins og allt annað (eða svona því sem næst).

Það er að koma vor! Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað gerist þar næstu helgi?

Edda Rós (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 20:24

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Þá er ferð suður

Elva Guðmundsdóttir, 15.3.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband