Hinum megin við borðið

Í vinnu minni í Mývatnsstofu og áður Hvalasafninu horfði ég ósjaldan upp á mökkstressað fólk nánast brotna saman fyrir framan mig út af því að því vantaði gistingu. Það var kannski með 3 börn, í ókunnu landi, kunni ekki málið og var rétt búið að fatta að bókunin þeirra hafði eitthvað misfarist á leiðinni.

Sem sagt tími til að gráta eða, eins og sumt fólk gerir, rífast við allt og alla.

Þetta  snerti mig samt aldrei neitt djúpt, þannig. Ég bara hringdi 20 símtöl og greiddi oftast úr vandanum. Ekkert mál.

En núna áðan var ég að  svitna við að finna gistingu í Borg Bleytunnar.

Ómægod!

Hvað er annað fólk að flækjast til borgarinnar og teppa fyrir mér gistihúsin?

Bara skil ekki fólk! Angry

Það var ekki fyrr en eftir dúk og disk, pirring og geðvonsku, sem mér tókst loks að tryggja mér og co húsaskjól! W00t

Ég er samt orðin tortryggin og ætla að hringja á mánudaginn, til öryggis. Þó að ég og Jack, símapiltur, hafi verið orðin mestu mátar þá er aldrei að vita... Undecided


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo þarftu bara að velja þér strategy og standa við hana. Ætlarðu að gráta eða verða biluð í skapinu?

Edda Rós (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Er ekki alveg búin að ákveða. Er meira fyrir að rífast. En gott grenj getur komið manni langt

Elva Guðmundsdóttir, 19.3.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband