Helgarbloggið
19.3.2007 | 22:06
Þökk sé veðrinu var helgin laus við eitthvern þvæling og þétta skemmtidagskrá.
Ég plataði Jorrit til að renna upp á hálendið á föstudaginn og svo var bara legið í leti og ómennsku, eða næstum.
Ég náði samt að koma húsinu í þokkalegt stand, húsgögnunum var skákað til, kaka bökuð og óvenjulega mikil almenn eldamennska. Enda virðast Magni og Jorrit hafa það sameiginlegt að verða illa saddir af nammi og finnast það vera eitthvað merkilegt að borða kvöldmat! Fyrir mína parta nægir alveg bland í poka fyrir 150 krónur og súkkulaði í matinn á laugardögum.
Annars var bara notalegt að liggja upp í sófa í gær. Skafrenningurinn og snjókoman byrgði sýn úti og ekkert annað við tímann að gera.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
mmmm..... íslenskt nammi!!!
Elva á Nýja-Sjálandi (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 07:48
Er þér byrjað að lengja í slíkt?
Elva Guðmundsdóttir, 26.3.2007 kl. 20:31
ó já!
Mig er farið að dreyma Djúpur á næturnar sveimérþá!
Elva á Nýja-Sjálandi (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.