101

Nú er kona komin aftur í sveitina eftir að hafa kíkt í sollinn fyrir sunnan. Reyndar hlustaði hún aðalega á sollinn því að gistihúsið sem hún fann sér var staðsett á "besta stað" í bænum. Það er algerlega fínt á daginn en mun verra á næturnar.

En fyrir utan það var ferðin alveg ágæt af minni hálfu.

Ja, ok, veðrið var kannski ekki alveg sú rjómablíða sem æskilegust hefði verið en allir sem mig skiptu máli komust leiðar sinnar nokkurn vegin klakklaust.

En fyrir utan fulla fólkið og veðrið var óskup gaman að þvælast hingað og þangað um höfuðborgarsvæðið til að hitta vinnufélagana við þessar og hinar aðstæðurnar. Ég verð að viðurkenna að ferðafélaginn jók töluvert á skemmtanagildi ferðarinnar. Kissing

Svo tók vorið á móti okkur á Akureyraflugvelli í gærkvöldi. Sem var afskaplega gott þar sem það virtist hafa verið hálfgerð tilviljun að flugstjórinn hitti á flugvöllinn, svona frá sjónarhóli amatörana mín og Valdísar. Shocking 

Jorrit var mun svalari, enda með menntunina til að meta aðstæður.

Til að renna frekari stoðum undir þetta með vorið tók ég í dag eftir líflegum andahóp sem stóð fyrir smávægilegum skæruhernaði innbyrðist, á vök á vatninu. Þegar ég var búin að sækja mér kíki gat ég sannfært mig um að þarna væru komnar nokkrar gulendur sem voru að leggja fyrstu drög að fjölgun gulandarkynsins næstkomandi sumar. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján

Voru "101 bytturnar" eitthvað að trufla nætursvefninn?

Kristján, 26.3.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já fjárinn!! Að þetta lið skuli ekki bara pilla sig heim þegar ÉG ætla að leggja mig er alveg óskiljanlegt

Elva Guðmundsdóttir, 27.3.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband