Sælgætisgrís
27.3.2007 | 21:33
Ég er eitthvað ómöguleg í dag. Veit ekki alveg hvað málið er. Kannski er ég að fá kvef eða helgin sitji ennþá í mér?
Sennilega hafa ómögulegheitin eitthvað að gera með hvar ég er í tíðahringnum því að "þessi-tími-mánaðarsins" er senn að renna upp. Allavega hef ég klárað allt súkkulaði í húsinu, (nema 70% súkkulaðið, enda tel ég það ekki til sælgætis, hugsanlega er það skyldast kaffi) og kvöldmaturinn var vægast sagt djúsí.
Vonandi gengur þessi sælgætis og lípíða hneigð yfir sem fyrst því þetta er ekki hollt að borða svona til langframa
Svo væri ég alveg til í að vera heldur hressari á morgun en í dag... tók vítamín í morgun en ég held að þau virki ekki þetta fljótt...amk ekki þessi gerð.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.