Skattur og fífl

Ég skilaði skattframtalinu í dag. Ekki flókið mál en samt nóg til að þurfa smá frest (kannski bara af því að hann bauðst).

Ég fór líka niður á Húsavík í dag. Lærði smá um Breiðarfjarðaeyjar og fór á fund. Þar sem smá bið var á milli fræðslu og fundar gafst mér kærkomið tækifæri til að spássera um bæinn með Elke. Og við fundum nokkur fíflablöð sem höfðu náð að vaxa.

Annars var yndislegt veður og algerlega þörf á sólgleraugunum mínum. Cool

Á leiðinni heim fékk ég smá te og kex hjá Jorrit, dáðist af nýju plástrunum hans og skegginu sem hefur tekið öll völd í andlitinu á honum.

Og svo toppuðum við Magni daginn með því að hræra í jarðaberjasjeik enda sýndi mælirinn í eldhúsinu 47,5 stiga hita (sennilega pínu bjartsýnn þar, svartur og beint í sólinni) þegar ég kom heim! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tu aettir ad sja vedrid herna!! tad er gedveikt gott vedur, sol og hiti :)

Ragna (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:26

2 identicon

Það er líka geðveikt gott veður hér! Sól og fallegt... eitthvað minna um hitann samt.

Valdís (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 17:19

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Það er gaman að lesa að Þýska vorið fer vel í þig Ragna. Endilega njóttu þess

Elva Guðmundsdóttir, 30.3.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband