Ahh
3.4.2007 | 19:46
Það var gott veður í dag. Ég náði meira að segja að labba landvarðarúnt í Dimmuborgum, þann fyrsta þetta árið! Svolítið blautt þó.
Líka var ótrúlega mikil umferð í gestastofunni, Frakkar, Englendingar, Bandaríkjamenn, Svíar og hópur sem ég grunaði um að vera frá Ísrael, miðað við spurningarnar.
En vegna þessa náði ég ekki að klára það sem ég ætlaði að klára í dag svo ég verð að kíkja niðureftir á morgun.
Núna liggur fyrir að skreppa aðeins í Jarðböðin enda spáir afturför í vorinu frá og með morgundeginum.
Og já:
Til hamingju með afmælið, Heiðar frændi!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.