Bara smá laugadagsblogg
7.4.2007 | 16:01
Sælnú!!
Ég og Magni erum í smá heimkíkki. Það var ýmislegt sem okkur vantaði uppfrá og svo er ágætt að rifja upp hvar maður á heima við og við.
Enda eru gaukarnir sáttir núna, búnir að fá að borða og allt. Svo hefur kólnað síðan við fórum niður Hverfi og það er eignlega skítakuldi hérna inni. Amk finnst gaukunum það og þeir húka eins og tvær litfagrar kúlur á prikinu sínu. Við erum búin að hækka hitann fyrir þá.
Ég ætlaði að vinna smá verkefni fyrir Álfhildi en gmail-inn er eitthvað þversum svo ég verð að gera það á eftir á úttlensku tölvuna hans Jorrit.
Annars er páskafríið búið að vera ljúft hingað til. Kvöldmatur og pottferð í Teignum á Skírdag, svo rólegheit, pottferð, ostakaka og hollenskur kvöldmatur í gær. Á eftir verður kvöldmatur í Teignum en ég hugsa að ég sleppi pottinum í þetta skiptið. Ég get ekki talað fyrir Magna Pagna samt (sem er að lesa það sem ég skrifa jafnóðum ).
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega páska nafna!
Elva Down Under (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.