Rómantík

Það svífur rómantík yfir vötnum heima hjá mér þessa dagana!

Við mannfólkið erum svona eins og búast má við, miðað við aldur og fyrri störf. En hinir fiðruðu sambýlingar mínir eru nú aldeilis að taka vorinu fagnandi. Knúsandi og kyssandi hvort annað, kallinn ber fóður í kelluna (plokkar fræ af nammistönginni og tekur 1 skref til hliðar til að láta hana fá. Ekki mikið afrek en fugl verður að notast við það sem hann hefur) og kellan tók upp á því um daginn að rífa sandpappírinn í hengla sem á víst að vera einhver hreiðurgerðarpæling. InLove

Þeim finnst örugglega verst að það húsnæðið býður ekki upp á ungauppeldi. Gárar vilja víst gera sér hreiður í holu en ekki í sandinum á botninum á búrinu eins og einhverjir ódannaðir sjófuglar!

Ég er efins um visku þess að bæta við í páfagaukafjölskylduna* en Jorrit finnst það vera fuglréttindi að fá verpa eggjum. Ég hef ekki einu sinni dottið í hug að ræða málið við son minn! Shocking

*skrifaði páfuglafjölskylduna, að hluta vegna óskhyggju gárakallsins sem vill vera með meira bling, að hluta til vegna þess að ég var ítrekað trufluð við skriftirnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm... er gárarnir þínir allt í einu orðnir páfuglar? En annars ætti að vera allt í lagi að sjá þeim fyrir holu...

Valdís (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband