Afmælisdagar

Ég átti víst afmæli í gær. Frekar rólegur dagur en ég náði þó að baka köku og elda vöflur úr vöfludeiginu sem mamma og pabbi komu með sér í heimsókn.

Risinn minn stakk af til afalandsins snemma í gærmorgun en náði samt að óska mér til hamingju með daginn réttu megin við miðnættið. Hann var reyndar ekki fyrstur til þar sem Álfhildur þjófstartaði og sendi mér kveðju á 12 tímanum þann 21. Way to go, Álfhildur!!

Svo bíð ég spennt eftir að sjá hvað samviskubitið, sem maðurinn burðast með, færir mér Devil

Á föstudagskvöldið buðu mamma og pabbi dætrum sínum og viðhengjum í dýrindis kvöldmat að tilefni þess að amma hefði orðið áttræð. Það var 100% mæting svo að borðstofuborðið var teygt til hins ítrasta. Eftir ákaflega góðann humar, frábært lamb kom að bananaístertunni (sem var að mestu án banana). Þegar við, konur og börn, vorum búin að borða rúmlega yfir okkur tók við ís-átkeppni hjá karlmönnunum (eða svoleiðis leit það út fyrir utanaðkomandi). Doddi og pabbi gáfust fljótlega upp en eftir sátu Tryggvi og Jorrit vopnaðir skeiðum. Ég held að þeir hafi sæst á jafntefli þegar ístertan kláraðist en úff... Sick

Svo fengu keppendur vískí og koníak til að hita upp magann. Svona bonding-eitthvað örugglega.

Ég er SVO fegin að keppnisandinn náði bara til ístertunnar Shocking

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

TIL HAMMARA MEÐ AMMARA - fyrir 2 dögum :)

Nafna (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 10:41

2 identicon

Til hamingju með afmælið!

Já maður játar sig nú ekki sigraðan fyrir einhverjum ís!

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Takk fyrir afmæliskveðjurnar.

Tryggvi, ég er nánast viss um að Jorrit sagði orðrétt það sama þegar við vorum komin á Hveravelli á föstudagskvöldið, enda ísmaður mikill.

Elva Guðmundsdóttir, 24.4.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband